fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Íslensk kona á lista BBC yfir 100 áhrifamestu konur heims: Hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í málefnum trans fólks

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 16. október 2019 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag gaf BBC út lista yfir 100 áhrifamestu konur heims. Á listanum eru konur úr öllum áttum en allar eiga þær það sameiginlegt að vera áhrifamiklar og hvetjandi.

Á listanum er ein íslensk kona en það er hún Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Ugla er kynjafræðingur, kvikmyndagerðakona, blaðamaður og trans aktívisti en hún hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir bættum réttindum trans fólks.

Á BBC kemur fram að Ugla hafi einnig unnið í verkefninu All About Trans sem snýst um að gera ímynd transfólks í fjölmiðlum jákvæðari. Ugla skrifaði síðan bókina Trans Teen Survival Guide ásamt Fox Fisher.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“