fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
Fréttir

Erlendur maður reyndi að smygla kílói af hassi til landsins – Með efnin innvortis í hundrað pakkningum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaldra erlendur karlmaður reyndi að smygla einu kílói af hassi til landsins fyrr í þessum mánuði. Maðurinn var að koma frá Madrid á Spáni. Var hann með um hundrað pakkningar innvortis og innan klæða. Orðrétt tilkynning lögreglunnar á Suðurnesjum um málið er eftirfarandi:

„Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum erlendan karlmann á sextugsaldri sem hafði reynt að smygla um einu kílói af hassi til landsins. Maðurinn var að koma með flugi frá Madrid og stöðvaði tollgæslan hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann gekkst þá strax við broti sínu, en hassið var í um það bil hundrað pakkningum sem hann hafði komið fyrir innvortis og svo innan klæða.

Maðurinn var vistaður í fangaklefa á lögreglustöð þar sem hann skilaði af sér pakkningunum sem hann hafði innvortis. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðan til að sæta tilkynningaskyldu til 22. nóvember.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu

Málþófið heldur áfram þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjórnar – Veiðigjöldin til umræðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“

Vikulega heimsótti Örn konu sem keyrði á hann 5 ára gamlan – „Dróst með bílnum 36 metra“