fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
Fréttir

Neytendastofa sektar Húsasmiðjuna um 400.000 – Villandi auglýsing

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. október 2019 15:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendastofa hefur sektað Húsasmiðjuna um 400.000 krónur vegna auglýsingar fyrirtækisins í Fréttablaðinu þann 18. júní í sumar. Þar var auglýstur Tax Free afsláttur án þess að tilgreint væri prósentuhlutfall afsláttarins.

Í frétt um úrskurðinn á vefsíðu Neytendastofu segir:

„Með fyrri ákvörðun Neytendastofu hafði stofnunin bannað Húsasmiðjunni að auglýsa Tax Free afslátt með þessum hætti.

Við meðferð málsins kom fram að afslátturinn hafi komið fram í nær öllum auglýsingum félagsins en fyrir mistök hafi auglýsingar farið út sem innihéldu ekki prósentuhlutfall afsláttarins.

Í ljósi þess að Húsasmiðjan hafi brotið gegn fyrri ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin nauðsynlegt að sekta félagið. Var því lögð 400.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna fyrir brotið.“

Úrskurðinn sjálfan má lesa hér. Auglýsingin var talin brjóta gegn reglum Neytendastofu um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði. Fjórða grein reglnanna er svohljóðandi:

„Þegar veittur er prósentuafsláttur reiknast hann af fyrra verði. Taka skal fram hvert prósentuhlutfall lækkunarinnar er og skal tilgreina skýrt fyrra verð. Lækki verð vöru eða þjónustu enn frekar á meðan á útsölu eða annarri sölu stendur, sbr. 1. gr., skal koma skýrt fram hvort aukinn afsláttur reiknast frá upphaflegu eða lækkuðu verði. Sé veitturaukinn afsláttur þegar sex vikur eru liðnar af útsölu skal líta á fyrra útsöluverð sem fyrra verð, sbr. 2. og 3. gr.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Giggs segir upp störfum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra hæðist að kerfinu – „Væri ekki bara skilvirkast að láta grafa mig strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun

Fór ekki eftir fyrirmælum og ók á starfsmann við malbikun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir

Varað við svikahröppum sem þykjast vera heyrnarlausir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“

Hörður endurvekur Macland – „Nú byrjum við aftur, gamalt vín á nýjum belg“