fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Trommusnillingurinn Ginger Baker látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 13:45

Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ginger Baker, trommuleikari hinnar frægu rokkhljómsveitar Cream, er látinn, 80 ára að aldri. Þetta kemur meðal annars fram hjá ABC news.

Baker var afar flinkur blúsari og jazzisti og beindi tækni þeirra tónlistarstefna inn í trommuleikinn í rokkbandinu Cream sem þykir hafa verið framúrskarandi hljómsveit. Baker hefur verið settur í flokk með bestu trommurum rokksögunnar við hlið manna á borð við Keith Moon úr The Who og Jon Bonham úr Led Zeppelin.

Cream var tríó og aðrir hljómsveitarmeðlimir voru Eric Clapton og Jack Bruce.

Andlát Ginger Baker bar að garði í morgun og að sögn fjölskyldu var dauðdagi hans friðsæll en Baker hafði lengi legið mikið veikur á spítala.

Hér að neðan má sjá Cream flytja eitt sitt þekktasta lag, White Room, á tónleikum árið 2005, er sveitin kom þá saman á ný eftir langt hlé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar