Tómas Gauti Jóhannsson
„Já, klárlega. Við þurfum að fara að í aðgerðir sem allra fyrst og hætta að spyrja okkur hvort loftslagsbreytingar séu raunverulegar og spyrja okkur hvað við getum gert. Bæði sem þjóð, fyrirtæki og einstaklingar.“
Lovísa Tómasdóttir
„Já, ég hef þær. Þetta er eitthvað sem allir eiga að láta sig varða. Snúum við þeirri þróun sem er nú þegar hafin.“
Andrea Guðrún Hringsdóttir
„Já, ég hef miklar áhyggjur af loftslagsmálum framtíðarinnar. Til að breyta heiminum þarf maður fyrst að breyta sjálfum sér. Fólk er vonandi að átta sig á því að það þarf ekki allt þetta drasl sem það er að kaupa.“
Þórdís Anna Aradóttir
„Nei, ég get ekki sagt að ég hafi einhverjar sérstakar áhyggjur af því.“