fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Mikið um innbrot og þjófnaði í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. október 2019 15:13

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í morgun var óskað eftir lögreglu að Höfðabakkabrú vegna umferðarslyss. Tveir ökumenn fluttur til skoðunar á slysadeild en meiðsli eru talin vera minniháttar. Báðir bílarnir voru fluttir af vettvangi með dráttarbíl. Annar ökumannanna er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í yfirliti yfir verkefni dagsins. Þar segir einnig frá bílveltu sem varð á Hafnarfjarðarvegi rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Bíllinn var fluttur burt með drattarbíl. Ökumaðurinn hlaut minniháttar meiðsli.

Klukkan hálfellefu í morgun var tilkynnt um innbrot í bílageymslu í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Hlutum tengdum viðhaldi og umhirðu ökutækja var stolið. Slökkvilið var fengið á vettvang til að hreinsa olíu.

Á tólfta tímanum var brotist inn í heimahús í Vesturbæ Reykjavíkur og reiðhjóli stolið.

Í hádeginu var tilkynnt um eignaspjöll á níu bílum í Fossvogshverfinu. Ekki var vitað nánar um skemmdirnar.

Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í bíl í Vesturbænum. Fatnaði og tölvubúnaði var stolið úr bílnum.

Klukkan hálftvö í dag var tilkynnt um innbrot í bíl í Rimahverfi í Grafarvogi. Ekki ljóst hverju var stolið.

Þá var tilkynnt um þjófnað á farsíma í Árbæ og tvo minniháttar árekstra í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar