Fjölmiðlakonan Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Halla Gunnarsdóttir, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, eru systur.
Kristín Ýr hefur starfað í fjölmiðlum um árabil, var blaðakona á Vikunni, skrifaði pistla í Stundina og var nú síðast fréttakona á Stöð 2 áður en henni var sagt upp í niðurskurði fyrir stuttu. Halla er ekki minna skelegg en systir hennar, nema síður sé. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og gefið út bækur en meira hefur farið fyrir henni í pólitíkinni síðustu misseri. Hún var aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar á meðan hann var heilbrigðisráðherra og aftur þegar Ögmundur varð dóms- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra og er nú ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.