fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Hlynur vansvefta og með sjálfsvígshugsanir – Segir að fjölskyldu sinni sé valdið vanlíðan og svefnlausum nóttum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Kristinn Rúnasson, fíkill í bata sem stofnað hefur góðgerðarsamtökin Það er von er miður sín yfir harðri gagnrýni og árásum sem hann hefur orðið fyrir undanfarið. Annars vegar er gagnrýnt harðlega að fíkill sem hefur verið frá neyslu í aðeins örfáa mánuði sé að fara inn í skóla með fræðslu til nemenda. Hins vegar hafa konur sakað Hlyn um hrottalegt ofbeldi. Um þetta hefur verið fjallað mikið undanfarið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.

Gagnrýnin hefur fengið mjög á Hlyn. Í nýrri færslu á Facebook-síðu samtakanna Það er von fer Hlynur yfir málin og veltir því fyrir sér hvort hann hafi gert mistök með því að hefja forvarnarstarf svo stuttu eftir að hann hætti neyslu. Hann viðurkennir einnig að vera ekki búinn að fara í gegnum öll 12 sporin innan AA samtakanna. Hlynur staðhæfir hins vegar að hann hafi tekið ábyrgð á sjálfum sér. Hann segist eiga eftir að hitta margt fólk og bæta fyrir misgjörðir sínar við það.

Pistill Hlyns er eftirfarandi:

Kannski var ótímabært að skrifa pistla á netið og reyna að segja frá reynslu minni ?

Kannski þarf ég að vera edrú í einhvern tíma til þess að mega miðla af minni reynslu ?

Kannski voru það mín mistök að leyfa fólki að fylgjast með edrúgöngu minni ?

Kannski voru það mistök að segja já við fjölmiðlana sem höfðu áhuga á minni edrúgöngu ?

kannski er ísland ekki tilbúið í síðu eins og það er von ?

kannski er betra að sparka mig niður og valda fjölskyldu minni svefnlausum nóttum og vanlíðan ?

Kannski er það rétt að öll mín rifrilfi yfir lífsleiðina eigi heima í fjölmiðlum því að ég er að gera mitt besta og reyna að vera fyrirmynd.

Ég get sagt ykkur það að þessi síða hefur gefið mér svo mikið. Að fá að skrifa um tilfinningar neyslunnar og hvernig viðsnúningurinn er.

Ég er alveg búinn að gráta yfir þeim sem hafa staðið með mér í því að núna í dag er ég að gera góða hluti…

Ekki að það komi neinum við en þá er ég ekki búinn með sporahring. En ég hef tekið ábyrgð á sjálfum mér. Ég á eftir að hitta fullt af fólki og eiga einlæg samskipti um mínar misgjörðir og bæta fyrir þær. Mér finnst það samt vera milli mín og þeirra aðila en ekki alra á íslandi hvenar ég geri það.

Fjölskylda mín er vansvefta og er ég með sjálfsvígshugsanir (áður fyrr flúði ég tilfinningar í efni en núna er ég edrú, þannig það virðast koma hugsanir um öðruvísi flótta) því það virðist engu skipta hvort ég er edrú eða í því… þá virðist ég alltaf koma mér í þannig stöðu að fjölskylda mín þjáist útaf mér. Athyglisjúki ég

Það er Von – eða er það ?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt