Bíræfinn götusali rændi snjallsíma af Gunnari Þorsteinssyni, sem ávallt er kenndur við Krossinn, er hann sat á veitingahúsi í miðbæ Torreveija á Spáni. Gerðist þetta í gærkvöld. Gunnar veit hver stal símanum en maðurinn flúði af vettvangi áður en Gunnar náði til hans. Lögregla vill hins vegar ekki rannsaka málið fyrr en eftir helgi og hefur þetta valdið Gunnari miklum óþægindum þar sem debetkortið hans er í símahlustrinu.
Gunnar birti eftirfarandi færslu um málið á Facebook:
Vegna stulds á farsíma vil ég gera grein fyrir eftirfarandi:
Við systkinin, Ásdis og ég, vörum á veitingahúsi skammt frá heimili Ásdísar í miðbæ Torrevieja á Spáni um kvöldmatarleitið í gærkveldi í yndislegu veðri. Við vorum að ræða um fjölskyldu okkar og sérstaklega í ljósi þess að Ragnar Geir Guðjónsson frændi okkar féll frá fyrrir nokkrum dögum. Geiri hefur verið hluti af lífi okkar. Við vorum reyndar jafnaldrar. Ég var með Íslendingabók opna á símanum og við vorum að glöggva okkur á flóknum tengslum i fjölskyldunni. Blómasölumaður vindur sér að okkur og vildi selja varning sinn, en eins og menn vita er ég ekki hrifinn af jurtaleifum. Annar kemur og vildi koma inn á okkur sólgleraugum án árangurs. Þetta er hvimleitt en hluti af menningunni hér. Siðan gerist það að maður vindur sér að okkur með það sem ég held að hafi verið happdrættismiðar. Hann breiðir úr miðunum yfir símann sem lá á borðinu, en ég vísa honum frá. Þagar hann tekur miðana tekur hann símann í sömu hreifingu. Ég var fljótur að átta mig hvað hafði gerst, en þjófurinn var þá horfinn á braut. Ég bað þjóninn um að hringja á lögregluna sem hann og gerði, en þjónar réttvísinnar vildu láta þetta bíða fram á mánudag. Debetkortið var í símahulstrinu sem og ökuskirteinið. Ég hafði samband við kortafyrirtækið og símafyrirtækið, en lítið annað var hægt að gera. Þetta er hundsbit. Ég verð að finna lausn eftir helgi í samvinnu við lögreglu, trygginafyrirtækið mitt og sem og símafyrirtækið. Margir hafa spurt um hvernig þatta bar að þannig að ég set niður þessar línur