fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Fimm hlutir sem gætu borgað upp Braggann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skellt var í lás á hinum umdeilda Bragga í Nauthólsvík fyrir skemmstu. Háskólinn í Reykjavík, HR, leigir Braggann af Reykjavík, en rekstraraðili sem opnaði þar kaffihús hefur nú lokað. Því er leitað að nýjum rekstraraðila. Heildarkostnaður við Braggann fór langt fram úr áætlun og upp í 415 milljónir. HR borgar 8,3 milljónir á ári í leigu og því mun taka að minnsta kosti fimmtíu ár að greiða hann upp. Hér eru fimm leiðir til að gera það.

1. Hjólagjöld
Um Nauthólsvík brunar alls kyns fólk á hverjum degi á ýmiss konar hjólabúnaði. Veggjöld vofa nú yfir þeim sem reiða sig á einkabílinn og því ekki úr vegi að heimta hjólagjöld af þeim sem komast leiðar sinnar á umhverfisvænan máta. Svona fyrst ríkisstjórnin er svag fyrir að refsa fólki fyrir að standa sig vel og kallar það hinu fallega nafni – grænn skattur.

2. Gammar
Einnig væri hægt að fá „gulldrengina“ í GAMMA til að taka húsnæðið upp á sína arma. Þeir virðast vera góðir í að láta eigið fé fuðra upp – gilda ekki sömu lögmál um að láta skuldir fuðra upp?

3. RÚV-hús
RÚV-arar aumka sér mikið yfir því að auglýsingatekjur verði teknar af stofnuninni og telja að yfirvöld þurfi að bæta þeim upp skaðann með öðrum hætti. Væri þá ekki bara skynsamlegt að gefa RÚV Braggann og leyfa auglýsingapésunum að opna þar kaffihúsið RÚV-hús? Auglýsingapésarnir hafa náð að raka inn peningum fyrir RÚV síðustu misseri þannig að þeir kunna sitt fag.

4. Stuð í Bragga
Beinast liggur við að búa til eitthvað svo ómótstæðilegt í Bragganum og allir ferðamenn sem heimsækja Ísland þurfi að skoða það. Og nei, innfluttu stráin eru ekki nóg. Hægt væri að sækja fyrirmynd til Hallgrímskirkju sem veltir hundruðum milljóna með lyftuferðum. Við þurfum jú að hafa einhvern aur af þessum ferðamönnum!

Æðislegar pönnukökur.

5. Pönnsur
Það hefur gustað um Dag B. Eggertsson vegna Braggamálsins og margir töldu ljóst um tíma að hann þyrfti að segja af sér. Eitt er þó víst að Dagur kann að baka pönnukökur. Því væri hægt að færa hann til í starfi og opna pönnukökustaðinn Pönnsur borgarstjóra. Hver pönnukaka þyrfti að vera ansi dýr til að borga upp Braggann en Dagur fer létt með að smyrja ofan á þær alls kyns gjöld og skatta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Í gær

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal
Fréttir
Í gær

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm

Byssuskot á hóteli í miðborginni: Búið að yfirheyra alla fimm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“

Kvartað undan örtröð á tjaldsvæðinu Hömrum – „Þetta er smá eins og villta vestrið hérna“