fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Facebook-síða til höfuðs samtökum Hlyns stofnuð – Segir margar stelpur vera í molum eftir ofbeldi hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Facebook síðan „Gegn Það er von“ hefur verið stofnuð til höfuðs Facebook-síðu og góðgerðarsamtökum Hlyns Kristins Rúnarssonar. Hlynur var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í Brasilíu árið 2016. Dómurinn var síðan styttur eftir áfrýjun og Hlynur losnaði ári síðan.

Undanfarið hefur Hlynur vakið athygli fyrir forvarnarstarf sem þykir umdeilt og forsíðuviðtal Mannlífs við hann vakti mikla athygli. Forvarnarstarf Hlyns er helst gagnrýnt á þeim forsendum að örstutt er síðan hann hætti neyslu. Hann hefur verið frá fíkniefnum í aðeins fjóra mánuði og aðeins þremur mánuðum eftir að hann hætti neyslu fór hann inn í framhaldsskóla með fræðslu handa nemendum. Þetta hefur verið harðlega gagnrýnt, meðal annars af samtökunum Rótin.

Í nýjasta tölublaði Stundarinnar eru viðtöl við konur sem saka Hlyn um hrottalegt ofbeldi. Stofnun síðunnar Gegn Það er von kemur í kjölfar þessara ásakana. Í fyrstu færslunni á síðunni segir:

„Hver fær að „kenna“ börnunum okkar?

Maður eftir 3 mánuði edrú, ekki búinn að gera upp fortíð sína, ofbeldismaður og hræsnari.

Þetta ætti aldrei að viðgangast á litla Íslandi! Eða bara hvergi í heiminum!

Við þurfum að standa saman til þess að stoppa manninn!“

Ekki er vitað hverjir standa að baki síðunni en þeir aðilar ræddu stuttlega við DV í textaspjalli á Facebook. Síðuhaldari segist vonast til að fólk standi saman gegn ofbeldi gegn konum. Viðkomandi sagði jafnframt við DV:

„Það eru margar stelpur sem eiga það sameiginlegt að vera í molum eftir Hlyn þar sem hann beitti þær andlegu, líkamlegu og kynferðisofbeldi svo heldur hann uppi síðunni „Það er von“ og segist ekki vera ofbeldismaður. Hann hefur ekki tekið ábyrgð á því sem hann hefur gert og skrifar pistil til þess að upphefja sjálfan sig á þeirra kostnað, að þær séu bara að halda í gremju og reyna skemma fyrir honum.
Stelpurnar sem eru að opna sig og fá ekki þann stuðning sem þarf.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt