fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Ekkert bendir til að WOW 2.0 sé að fara að fljúga til Washington

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 12:34

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtust þær fréttir á Vísi að endurstofnað WOW air hefði ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Christina Saull, talsmaður flugvallarins, segir engin samskipti vera á milli flugvallarins og WOW og að engar flugferðir með félaginu til eða frá flugvellinum hafi verið settar á.

Á kynningarfundi eftir endurstofnun WOW í byrjun september var gefið út að flugferðir félagsins hæfust í október og fyrstu ferðirnar yrðu milli Reykjavíkur og Washington. Þetta var þann 6. september. Þann dag hafði DV samband við þennan sama talsmann Dulles-flugvallar, Christina Saull, sem sagði að einn fundur hefði verið haldinn með eigendum WOW en ekkert hefði verið fastsett um þjónustu flugvallarins við félaginu.

Athygli vekur, að samkvæmt frétt Vísis, hafa engin samskipti átt sér stað milli WOW og flugvallarins síðan frétt DV um þetta var birt fyrir mánuði síðan.

Erfitt er að sjá í ljósi þessara upplýsinga að áætlunarflug með WOW endurfæddu hefjist í þessum mánuði. Eigendurnir hafa þegar keypt flugrekstrarvörur úr þrotabúi WOW og því hljóta allir að reikna með því að starfsemin hefjist á næstunni. Flest bendir hins vegar til að það verði ekki í þessum mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Í gær

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“

Þingmaður Miðflokksins vill gera þessa tilraun áður en splæst er í „dýrustu samgönguframkvæmd Íslandssögunnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af

Vinkonur á sjötugsaldri lentu í rifrildi á Benidorm – Sú eldri lifði það ekki af