fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Ekkert bendir til að WOW 2.0 sé að fara að fljúga til Washington

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 12:34

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtust þær fréttir á Vísi að endurstofnað WOW air hefði ekki verið í neinum samskiptum við Dulles-flugvöll í Washington frá því í ágúst síðastliðnum. Christina Saull, talsmaður flugvallarins, segir engin samskipti vera á milli flugvallarins og WOW og að engar flugferðir með félaginu til eða frá flugvellinum hafi verið settar á.

Á kynningarfundi eftir endurstofnun WOW í byrjun september var gefið út að flugferðir félagsins hæfust í október og fyrstu ferðirnar yrðu milli Reykjavíkur og Washington. Þetta var þann 6. september. Þann dag hafði DV samband við þennan sama talsmann Dulles-flugvallar, Christina Saull, sem sagði að einn fundur hefði verið haldinn með eigendum WOW en ekkert hefði verið fastsett um þjónustu flugvallarins við félaginu.

Athygli vekur, að samkvæmt frétt Vísis, hafa engin samskipti átt sér stað milli WOW og flugvallarins síðan frétt DV um þetta var birt fyrir mánuði síðan.

Erfitt er að sjá í ljósi þessara upplýsinga að áætlunarflug með WOW endurfæddu hefjist í þessum mánuði. Eigendurnir hafa þegar keypt flugrekstrarvörur úr þrotabúi WOW og því hljóta allir að reikna með því að starfsemin hefjist á næstunni. Flest bendir hins vegar til að það verði ekki í þessum mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Í gær

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar

Segir líkamsárásir í Mjódd staðfesta sinnuleysi borgarinnar