Tónlistarmaðurinn Einar Bragi er látinn, 54 ára að aldri. Einar Bragi lagði stund á tónlist meirihluta ævi sinnar. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og um árabil var hann einn af meðlimum hinnar vinsælu hljómsveitar, Stjórnin. Stofnandi hljómsveitarinnar, Grétar Örvarssonar, minnist síns fallna félaga í stuttri Facebook-færslu:
„Það er sárt að sjá á eftir góðum vini Stjórnin naut hæfileika Einars Braga um árabil. Við Sigga minnumst hans með þakklæti og virðingu og hugsum til ástvina hans á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Einars Braga.“
Fleiri minnast Einars Braga og Jón Gunnar Axelsson skrifar eftirfarandi minningarorð:
„Minningarorð um Einar Braga.
Fyrir um það bil 45 árum hittumst við fyrst á fótboltaæfingu hjá Stjörnunni í Garðahreppi. Fórum að spjalla og í ljós kom að við áttum annað sameiginlegt áhugamál það er tónlist – hann bauð mér heim til að hlusta á plötur. Síðan heyrðumst við nokkuð reglulega og ég var svo ánægður með hann að hann skyldi hella sér í tónlistanám .. og montinn þegar ég sá hann í sjónvarpinu og sjálfsagt hef ég bent nördalega á sjónvarpið og sagt ÞETTA er Einar Bragi. Hittumst síðan ekki í mörg ár .. en ég flutti austur og hann líka. Fyrir austan hittumst við af og til … Eitt árið tókum við þátt í skemmtidagskrá hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Einar leiddi EB bandið af röksemi.
Einar var óhræddur við að segja skoðanir sínar – sagði meira að segja upphátt 1982 að ABBA væri góð hljómsveit –
– blessuð sé minning hans-“
Meðal þeirra sem minnast Einars Braga er söngvarinn vinsæli Björgvin Halldórsson sem skrifar:
„Blessuð sé minning EInars. Harmafregn. Spilaði með honum um árabil. Samúðar kveðjur sendum við til fjölskyldu og vina.“