fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Einar Bragi er látinn – Ástsæll tónlistarmaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. október 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Einar Bragi er látinn, 54 ára að aldri. Einar Bragi lagði stund á tónlist meirihluta ævi sinnar. Hann var skólastjóri Tónlistarskóla Vesturbyggðar og um árabil var hann einn af meðlimum hinnar vinsælu hljómsveitar, Stjórnin. Stofnandi hljómsveitarinnar, Grétar Örvarssonar, minnist síns fallna félaga í stuttri Facebook-færslu:

„Það er sárt að sjá á eftir góðum vini Stjórnin naut hæfileika Einars Braga um árabil. Við Sigga minnumst hans með þakklæti og virðingu og hugsum til ástvina hans á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning Einars Braga.“

Fleiri minnast Einars Braga og Jón Gunnar Axelsson skrifar eftirfarandi minningarorð:

„Minningarorð um Einar Braga.
Fyrir um það bil 45 árum hittumst við fyrst á fótboltaæfingu hjá Stjörnunni í Garðahreppi. Fórum að spjalla og í ljós kom að við áttum annað sameiginlegt áhugamál það er tónlist – hann bauð mér heim til að hlusta á plötur. Síðan heyrðumst við nokkuð reglulega og ég var svo ánægður með hann að hann skyldi hella sér í tónlistanám .. og montinn þegar ég sá hann í sjónvarpinu og sjálfsagt hef ég bent nördalega á sjónvarpið og sagt ÞETTA er Einar Bragi. Hittumst síðan ekki í mörg ár .. en ég flutti austur og hann líka. Fyrir austan hittumst við af og til … Eitt árið tókum við þátt í skemmtidagskrá hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs og Einar leiddi EB bandið af röksemi.
Einar var óhræddur við að segja skoðanir sínar – sagði meira að segja upphátt 1982 að ABBA væri góð hljómsveit –
– blessuð sé minning hans-“

Meðal þeirra sem minnast Einars Braga er söngvarinn vinsæli Björgvin Halldórsson sem skrifar:

„Blessuð sé minning EInars. Harmafregn. Spilaði með honum um árabil. Samúðar kveðjur sendum við til fjölskyldu og vina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar

Sigurður leitar að manninum sem bankaði upp á hjá öldruðum frænda hans í Blesugróf – Heitir 100 þúsund krónum fyrir upplýsingar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar

Ásthildur Lóa – Ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hafi farið í einu og öllu eftir kröfum stórútgerðarinnar
Fréttir
Í gær

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus

Þriggja ára labbaði út af leikskóla og þaðan í Bónus
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“

Varar við eldri manni sem ber sig aumlega – „Löggan er ítrekað kölluð til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir

Kiddi kanína rifjar upp Hljómalindartímann og viðskiptavininn sem hann varð „starstruck“ yfir