Tveir menn voru handteknir í bakhúsi við Síðumúla síðdegis í dag, en sérsveitarmenn vopnaðir og búnir skjöldum réðust til atlögu í húsið. Tilkynning barst um að skotvopn væru í húsinu. Hermt er að mennirnir hafi reynt að forða sér þegar lögregla mætti á vettvang.
Kristján B. Jónasson, bókaútgefandi hjá Crymogea, segir í samtali við RÚV að þetta hafi verið all nokkur hasar. Kristján vinnur í næsta húsi og varð vitni að aðgerðunum. Hann segir að þetta hafi verið all nokkur hasar, að mikil læti hafi fylgt átökunum.