Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til 29. október næstkomandi fyrir ótrúlega ófyrirleitinn akstur. Auk þess liggur hann undir grun í fjölda þjófnaðar-,fjársvika- og húsbrotsmálum.
Á mánudaginn var maðurinn handtekinn eftir ótrúlegan akstur víða í Reykjavík. Raunar er nærtækast að tala um að hann hafi gengið berserksgang. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að hann stofnaði lífi fjölda fólks, þar á meðal barna í hættu.
Hann er sagður hafa ekið Volkswagen Golf um göngustíg við ónefnt skíðasvæði, líklega við Bláfjöll þar sem atvikið átti sér stað í Reykjavík. Þar ók hann með miklum hraða að gangandi vegfaranda sem vék sér undan með því að hoppa frá bifreiðinni. Auk þess ók hann inn í garð í Reykjavík.
Þetta endaði með því að hann ók á aðra bifreið á ónefndum stað í Reykjavík. Maðurinn var þó hættur því hann réðst á annan ökumann, hrinti honum í jörðina og tók bíl hans ófrjálsri hendi. Hann ók svo burt en var handtekinn síðar þann sama dag. Maðurinn liggur undir sterkum grun um að hafa meðal annars ekið „um göngustíga við […] og […] þannig litlu munaði að börn yrðu fyrir bifreiðinni, ekið utan í aðra bifreið án þess að nema staðar og sinna skyldum sínum við umferðaróhappið, ekið yfir umferðareyjar og gegn rauðu umferðarljósi,“ líkt og segir í dómi.