Tvær konur eru sagðar hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni á skrifstofu forseta Íslands. Fréttablaðið greinir frá þessu. Þar kemur fram að einn starfsmaður sé sakaður af tveimur konum um áreiti.
Heimildir herma að um sé að ræða tvö atvik, annað hafi komið upp í starfsmannaferð í París í Frakklandi á dögunum en hitt á Íslandi. Forsetahjónin eru sögð taka málinu alvarlega og andrúmsloftið sagt þungt.
Örnólfur Thorsson skrifstofustjóri varðist allra fregna af málinu og vildi ekki tjá sig um málið.