Kristjana Elínborg Óskarsdóttir fær að meðaltali útborgaðar 215.000 krónur mánaðarlega en húsaleigan hjá henni er 235.000 krónur. Dóttir hennar varð að hætta í framhaldsskóla til að vinna og greiða leigu með móður sinni. Pistill sem Kristjana birti um þetta á fimmtudagskvöldið hefur vakið mikla athygli en við endurbirtum hann hér að neðan. Kristjana er á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi en eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að hún fái úthlutað íbúð fyrr en eftir þrjú ár. Hún kallar eftir meira framboði af ódýru húsnæði fyrir bágstadda.
Í samtali við DV segir Kristjana að fátækt fylgi skömm og því séu eflaust afar margir sem ekki stigi fram og greini frá stöðu sinni:
„Það er og hefur verið skömm í gegnum tíðina að biðja um fjárhagsaðstoð. Þess vegna er fólk ábyggilega hrætt við að koma fram undir nafni og segja sína skoðun á þessu hörmungarástandi sem á sér stað í nútímanum. Ég vildi óska að fleiri stigu fram til að knýja á um breytingar. Að biðja ráðamenn þjóðarinnar að setja peninga í ódýrt húsnæði fyrir þá sem eiga erfitt peningalega. Einnig geta börnin okkar ekki leigt sér húsnæði í dag á eigin vegum vegna þess að húsnæðisverð er hreinlega allt allt of dýrt. Mér finnst ekki gott að viðurkenna hve bág staða mín er. Stolt mitt er vissulega sært.“
Kristjana segir hins vegar að skömmin sé ekki hennar heldur ráðamanna og bendir á mikið bruðl sem viðgengist hafi í meðferð opinberra fjármuna á meðan margir eigi erfitt með að draga fram lífið:
„En það er ekki mitt eða okkar að ganga um með skömm. Það er á herðum ráðamanna þjóðarinnar að upplifa skömm vegna þessa. Í hvað fara skattpeningarnir okkar? Ekki í kjósendur, það er á hreinu. Við almúginn þurfum að fá að vita að öllum er ekki sama um okkur og að þingmenn og bæjarstjórar séu fólk sem hægt sé að reiða sig á. Hvaða rugl er það að hugsa um veraldlega hluti fram yfir fólk? Að mínu mati ætti að hugsa fyrst um að fólkið í landinu eigi í sig og á, öruggt húsnæði og að börn geti fengið að ganga í skóla. Að ellilífeyrisþegarr fái meira en smáaura til að lifa á eftir erfiði lífsins og allt sem þau hafa lagt af mörkum til samfélagsins. Að staðan sé svona árið 2019 er til háborinnar skammar fyrir ríkisstjórnina sem og ráðamenn bæjarfélaga. Við fólkið í landinu fólum þessum manneskjum að hugsa um og bera ábyrgð á farsæld í landinu okkkar. Ekki til að horfa á eymdina og yppta öxlum. Snúa sér svo við og byggja milljarða bragga, Hörpu, eða annað rándýrt húsnæði sem aðeins þeir vel settu geta nýtt sér.“
„Ég er 46 ára öryrki og á þrjár stelpur. Þær eru orðnar 20, 21 og 22 ára. Þær hafa alist upp við að horfa á móðir sína betla peninga frá langömmu og ömmu þeirra. En mamma mín og amma hafa staðið við bakið á mér og stutt mig í einu og öllu. Líka við uppeldi stelpnanna minna. Stúlkurnar mínar hafa alist upp í Kópavogi eins og öll mín móðurætt. Amma mín og afi hjálpuðu til við að byggja upp Kópavoginn. Þau byggðu sér hús í Kópavogi fyrir 70 árum. Mamma mín og systkini hennar hafa alist þar upp. Þau voru fimm talsins. Öll börn þeirra hafa verið viðloðandi Kópavoginn líka. Amma er saumakona og hefur verið með sjálfstæðan atvinnurekstur í Kópavogi í 70 ár. Mamma hefur verið með sjálfstæðan rekstur í Kópavogi í ca. 40 ár. Þar af leiðandi hafa þær og fjölskyldan öll borgað mikla skatta til Kópavogsbæjar. Án þessara kvenna hefðum við soltið eða staðið reglulega í biðröð eftir ölmusu hjá mæðrastyrksnefnd.“
Kæru vinir,
ég er őryrki og međ 215.000 kr. Ađ međaltali á mánuđi. Ég er ađ borga 235.000 kr. Í leiguog dóttir mín hjálpar mér ađ borga hana. Hún hætti í framhaldskola til ađ borga leigu međ mér. Þetta er ekki í lagi. Ég er á biđlista hjá Kopavogsbæ eftir félagslegu húsnæđi. Ég mun þurfa ađ bíđa í 3 ár. Verđur stelpan mín þá búin ađ gefast upp á áframhaldandi námi? Verđur hún ađ lifa á láglauna launum vegna þess ađ ég varđ veik og er őryrki á Íslandi? Kopavogsbær og fólkiđ sem sér um húsnæđismálin þar má alveg skammast sín. Sem og ríkisstjórnin. Ekki fara skattpeningarnir okkar til ađ hjàlpa fólkinu í landinu nema síđar sé. Mig vantar íbúđ á viráđanlegu verđi. Dóttir mín þarf ađ mennta sig til ađ geta borgad sitt húsnæđi í framtíđinni. Þađ eru 200 fjőlskyldur á biđlista Kópavogsbæjar eftir húsnæđi. 200!!!!!!!! Og þá erum viđ bara ađ tala um eitt bæjarfelag á hőfuđborgarsvæđinu.
Elsku fb vinir og fjőlskylda, viđ verđum ađ uppræta þetta ófremdarástand. Hjálpiđ mér međ því ađ deila þessari færđu, skrifa valdhőfum bréf, diskotera viđ vini og hjálpast ađ međ ađ hvetja valdhafa í breytingar til hans betra. Þau ríku verđa ríkari og fátækt fátækari.
Biliđ breikkar hratt. Breytum þessu. !!!!!!!
Kristjana Elínborg Óskarsdottit