fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Helga hefur glímt við fáttækt í 20 ár – Borðaði einungis poppkorn í heila viku

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2019 20:20

Skjáskot: Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Hákonardóttir, öryrki og tveggja barna móðir, hefur glímt við fátækt síðastliðin tuttugu ár. Hún segir neyðina mikla á heimili sínu og ástandið hafa verið svo slæmt á einum tímapunkti að hún hafi sjálf ekki borðað annað en poppkorn til að börnin gætu borðað mat. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Ég hef verið í þeirri stöðu að eiga ekki hreinlega fyrir mat og hef passað upp á að ég ætti alltaf popp inni. Eina vikuna var þetta það eina sem ég borðaði“ segir Helga. „Ég hef líka verið í þeirri stöðu þar sem ég hef þurft að sleppa því að borga húsaleigu, til að geta borgað fyrir annað sem ég hef þurft á að halda, reyndar aðallega fyrir börnin.“

Að sögn Helgu ganga hlutir örlítið betur í ár en áður vegna þess að nú fær tímabundnar ummönnunarbætur vegna dóttur sinnar, sem á við fötlun að stríða. Telur hún þó ekki ólíklegt að hún lendi í sama fari aftur.

Helga segir hræðilegt að vera móðir í þessari stöðu. „Þegar ég á mikið fatlað barn sem er öryrki og mun vera það alla sína ævi og vita það stór hluti þjóðfélagsins horfir á hana og finnst bara allt í lagi að hún lifi við sárafátækt alla sína ævi,“ segir hún.

Rúmlega 120 manns hafa sótt um neyðarstyrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Til að eiga rétt á styrkt úr sjóðnum er miðað við að einstaklingur fái ekki meira en 200 þúsund krónur fyrir skatt. Hver umsækjenda á rétt á tveimur úthlutunum úr sjóðnum á ári.

„Umsóknum fer rosalega fjölgandi og er mjög mikil neyð í samfélaginu,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri sjóðsins. „Það er húsnæðiskostnaður og leiga sem er að sliga fólk. Fólk sem er að fá jafnlítið og þetta á ekki efni á því að greiða fyrir neitt annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti

Neytendastofa segir Isavia hafa brotið gegn lögum um góða viðskiptahætti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum

Eldgos hófst í nótt: Á heppilegum stað og virðist ekki ógna innviðum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur

Háttsettir embættismenn og auðkýfingar hrynja eins og flugur
Fréttir
Í gær

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“

Hvað gerðist í flugslysinu mannskæða: „Þeir segja okkur aðeins það sem þeir vilja að við vitum – hinu er haldið leyndu“
Fréttir
Í gær

Enn hlýrra loft í kortunum í dag

Enn hlýrra loft í kortunum í dag