fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Umdeild auglýsing í Mogganum: „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem einhverjir þeirra kaupmanna sem nefndir voru í auglýsingu í Morgunblaðinu í morgun hafi ekki samþykkt að leggja nafn sitt við auglýsinguna.

DV greindi frá því í morgun að rekstaraðilar hefðu birt heilsíðuauglýsingu í blaðinu þar sem áform um að breyta Laugavegi í göngugötu allt árið um kring voru gagnrýnd harðlega. Voru borgaryfirvöld hvött til að endurskoða áformin og raunar fara í öfuga átt með því að afnema bílastæðagjöld og hverfa frá öllum götulokunum.

Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon við Laugaveg, segir við Vísi að hann hafi aldrei samþykkt að leggja nafn staðarins við umrædda auglýsingu. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir hann og bætir við hann sé mjög fylgjandi því að Laugavegur verði gerður að göngugötu.

„Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum,“ segir hann við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði

Ísland á nafnið Iceland – Breska verslunarkeðjan tapaði
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“