fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Orðlaus yfir hraðasektum á Íslandi: Vinir hennar fengu aldeilis að finna fyrir því

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. október 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jewells Chambers, bandarísk kona sem búsett er á Íslandi, varð heldur hissa þegar hún komst að því hversu háar sektirnar fyrir hraðakstur eru hér á landi.

Chambers hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2016 en hún er alin upp í New York. Hún heldur úti YouTube-síðu þar sem hún fjallar um Ísland frá ýmsum hliðum og er svo með eigið hlaðvarp, All Things Iceland.

Í nýju myndbandi er Chambers tíðrætt um hraðasektir á Íslandi en myndbandið er til komið vegna vina hennar sem heimsóttu Ísland ekki alls fyrir löngu.

Chambers segir að hjónin hafi meðal annars keyrt hringveginn en þegar þau voru á leið aftur til Reykjavíkur voru þau stöðvuð af lögreglunni fyrir of hraðan akstur. Chambers segist hafa misst andlitið þegar hún fékk svar við því hvað sektin var há, 900 dollarar.

900 dollarar eru 111 þúsund krónur á núverandi gengi og má gera ráð fyrir því að hjónin hafi verið á 120 til 130 kílómtra hraða þegar þau voru stoppuð. Sektin fyrir að aka á 130 kílómetra hraða er 115 þúsund krónur.

Sjálf segist Chambers varla hafa trúað því að sektirnar hér á landi væru svona háar. Hún brá á það ráð að hafa samband við lögregluna í gegnum Instagram þar sem hún spurðust fyrir um málið. Þar fékk hún þau svör að hæstu sektirnar geti farið í hátt í tvö þúsund dollara. Sá sem er staðinn að akstri á 170 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90, getur átt von á 230 þúsund króna sekt. Það eru 1.850 dollarar.

„Það er fullt af peningum sem geta farið í vaskinn og ég mæli með að fólk sem heimsækir Ísland hafi þetta í huga. Ekki keyra of hratt, það er ekki þess virði,“ segir hún en myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Í gær

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”

Friðbjörn segir að djúpstæð krísa ríki á Akureyri – „Hreinlega þjóðaröryggismál”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni

Ferð til Íslands breyttist í martröð – Lést í brúðkaupsferðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”

Sigmar tekur Guðrúnu á beinið: „Ég vona að hér tali Guðrún án mikillar ígrundunar”