Fjórum var bjargað úr íbúðum í Suðurhólum í Breiðholti snemma í kvöld eftir að eldur kviknaði þar í fjölbýlishúsi. RÚV greinir frá. Reykur kom út um glugga á einni íbúðinni í húsinu sem var mannlaus. En fólk á sömu hæð og hæðinni fyrir ofan var fast í sínum íbúðum vegna eldsins. Meðal þeirra var eitt barn.
Ekki er talið að neinum hafi orðið meint af þessu og var slökkvilið búið að ná tökum á eldinum og reykræsta um sjö-leytið í kvöld.