fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Ólafur Þ. Harðarson mærir Jón Baldvin – „Einn merkasti stjórnmálamaður Íslendinga á 20. öld”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. október 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur sent frá sér bókina Tæpitungulaust – Lífsskoðun jafnaðarmanns. Um er að ræða 600 blaðsíðna bók sem inniheldur ýmis skrif Jóns Baldvins um stjórnmál vítt og breitt.

Bókin átti að koma út í upphafi árs hjá Skruddu, sem er lítið en virt bókaforlag. Um það leyti komust margvíslegar ásakanir á Jón Baldvin Hannibalsson um kynferðisbrot í hámæli og var því hætt við útgáfuna. Bókin er hins vegar að koma út þessa dagana og stendur Jón Baldvin og fjölskylda hans sjálf að útgáfunni. Nýjustu ásakanirnar komu frá Carmen Jóhannsdóttur sem sagði að Jón Baldvin hefði áreitt sig í húsi hans og Bryndísar Schram á Spáni sumarið 2018. Þekktar eru alvarlega ásakanir Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins, á hann um kynferðisbrot gegn sér. Meðal annarra ásakana sem komust í hámæli snemma á þessu ári voru frásagnir kvenna sem höfðu verið nemendur í Hagaskóla á sjöunda áratug síðustu aldar, er Jón Baldvin var kennari þar, en þær segja að Jón Baldvin hafi áreitt sig.

Ekkert minnst á ásakanirnar

Ekki er einu orði minnst á þessar ásakanir í bók Jóns Baldvins. Má vel færa rök fyrir því að þau mál sé af öðrum toga en bókin í heild. Þó ber að geta þess að bókin er að miklum hluta safn blaðagreina eftir Jón Baldvin og meðal annars einhverjar greinar af nokkuð persónulegum toga. Hefur Jón Baldvin einnig skrifar langar blaðagreinar þar sem hann ver sig gegn ásökunum um kynferðisbrot en þær birtast ekki hér.

Ólafur Þ. Harðarson, einn þekktasti stjórnmálafræðingur landsins, fer yfir feril Jóns Baldvins í inngangi sem skrifaður var þann 6. janúar á þessu ári. Segir hann að Jón Baldvin sé vafalaust einn merkasti stjórnmálamaður Íslendinga á 20. öld. Rifjar hann upp ýmis verk Jóns Baldvins, meðal annars að hann var helsti forgöngumaður þess að Ísland gekk í Evrópska efnahagssvæðið en hann var þá utanríkisráðherra. Einnig nefnir Ólafur til sögunnar þá ákvörðun Jóns Baldvins sem utanríkisráðherra að styðja sjálfstæðisyfirlýsingar Eystrasaltsríkjanna eru þau voru að kljúfa sig frá Sovétríkjunumn.

Í lokahluta inngangsins víkur Ólafur að hjónabandi Bryndísar Schram og Jóns Baldvins, og segir þar:

„Lokakafli bókarinnar er svo fallegt viðtal við þau hjónin Jón Baldvin og Bryndísi Schram, sem útvarpsmaðurinn Jónas Jónasson tók í tilefni af heimkomu þeirra til Íslands árið 2006, eftir átta ára útivist í hlutverki sendiherrahjóna. Þetta viðtal er fullt af væntumþykju, gamansemi og hlýju – í bland við mikla lífsreynslu. Það fer vel á því að ljúka bókinni með því að „heyra” í Bryndísi sem að vanda er glögg á tilvistina og pólitík, kankvís, skemmtileg og leiftrandi greind – fyrir utan augljósan þokkann. Bryndís hefur sannarlega reynst Jóni betur en enginn í löngu hjónabandi, stutt hann í gegnum þykkt og þunnt – og verið honum mikilvægur sálufélagi. Jón hefur marga fjöruna sopið, bæði í stjórnmálum og einkalífi. Kannski hefði hann aldrei komist í gegnum þá brotsjói án Bryndísar sinnar. Hin langa samfylgd þeirra hjóna um veröldina er fagurt – og kannski óvenjulegt – dæmi um að tvær prímadonnur geta saman höndlað hamingjuna og náð árangri í lífinu.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist
Fréttir
Í gær

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans

Musk hæðist að Trump og brotlendir nýrri samsæriskenningu forsetans
Fréttir
Í gær

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést

Norskur ólympíuverðlaunahafi varð fyrir eldingu og lést
Fréttir
Í gær

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu

Erlendir ferðamenn og rútubílstjórar stoppa við Reykjavíkurveginn – Lögreglan biðlar til fólks að hætta þessu
Fréttir
Í gær

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“

Sigurjón gagnrýnir Heiðrúnu Lind harðlega – „Setur á sig geislabaug og er nánast heilagri en páfinn“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu

Fjölskylda Ghislaine Maxwell sakar bandarísk yfirvöld um rangláta málsmeðferð og hylmingu í Epstein-málinu
Fréttir
Í gær

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður

Afmælisveislan breyttist í martröð – Sakaður um grófa nauðgun í endaþarm en sýknaður