fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Leynisjóður Hreiðars og Önnu sagður teygja arma sína til Stykkishólms

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. september 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestingarsjóðurinn Icelandic Travel Fund, sem er í eigu Hreiðars Más Sigurjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og eiginkonu hans Önnu Lísu Sigurjónsdóttur, hefur verið notaður til að halda utan um eignir hjónanna í ferðaþjónustu að því er Stundin heldur fram.  Í gegnum félagið Hólmsver  er sjóðurinn sagður eiga ýmsar þekktar eignir í ferðabransanum, til dæmis Hótel Búðir, Hótel Ion á Nesjavöllum og gistiheimili í Stykkishólmi.

Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Stundarinnar en þar kemur fram að Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, er við það að fara að slíta sjóðnum. Hjónin hafa átt fjárfestingarsjóðinn í Icelandic Travel Fund í gegnum félagið Vinson Capital S.á.r.l. í Lúxemborg samkvæmt heimildum Stundarinnar. Stærstur hluti eigna þess félags kemur frá félagi sem var í skattaskjólinu Tortólu. Fullyrt er í fréttinni að hjónin hafi getað í skugga þessa félags komið fé úr skattaskjólum Tortólu og inn í opinbert hagkerfi Evrópu og Evrópusambandsins.

Forsvarsmenn Stefnis vissu ekki hvaða fjárfestar væru á bak við þennan sjóð fyrr á árinu þegar Stundin leitaði eftir upplýsingum hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi

Íslendingur sagður hafa myrt konu á sjötugsaldri í Stokkhólmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum

Palestínsk kona á Íslandi krefst lögskilnaðar frá eiginmanni sínum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni