fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Hjörtur til Hrafnistu – Féll í Rússlandi en ákvað að taka á sínum málum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 28. september 2019 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Hjartarson hefur verið ráðinn til starfa sem mannauðsráðgjafi í mannauðsdeild Hrafnistuheimilanna. Frá þessu er greint á vef Hrafnistu.

Hjörtur hefur víðtæka stjórnunarreynslu frá fyrri störfum sem deildarstjóri, vaktstjóri, ritsjóri og umsjónamaður ýmissa þátta í útvarpi og sjónvarpi.Í fyrrasumar vakti hann mikla athygli þegar hann var sendur heim af HM í Rússlandi. Það gerðist eftir að hann mætti ölvaður á blaðamannafund landsliðsins og eftir að RÚV lagði fram kvörtun á hendur honum fyrir að hafa áreitt Eddu Sif Pálsdóttur.

Edda kærði hann fyrir líkamsárás árið 2012 en málið. Hermt er að atvikið átti sér stað þegar val á Íþróttamanni ársins fór fram á Grand Hótel. Samkvæmt heimildum DV á sínum tíma veittist Hjörtur að Eddu inni á salerni staðarins, en farið var með hana á bráðamóttöku Landspítalans þar sem hún fékk áverkavottorð. Málið fór þó ekki fyrir dóm þar sem þau náðu samkomulagi og Hjörtur viðurkenndi fulla ábyrgð.

Hjörtur, sem að hans sögn hafði verið án áfengis í lengri tíma og fallið á bindindinu þennan dag í Rússlandi, var í kjölfarið á því staðráðinn í taka á sínum málum á ný. Í kjölfar atviksins sendu 102 konur í fjölmiðlum frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar, þar sem þær kröfðust þess að  yfirmenn  fjölmiðla í landinu tryggðu öryggi þeirra og annarra starfsmanna á vinnustað. Mótmæltu þær því að í stéttinni starfaði maður sem hafi ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi.

Á vef Hrafnistu segir að Hjört­ur hafi unnið loka­verk­efni sitt í mannauðsstjórn­um í sam­vinnu við Voda­fo­ne en það fjallaði um inn­leiðingu sveigj­an­legs vinnu­tíma hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann kannaði hvaða áhrif sveigj­an­leg­ur vinnu­tími hef­ur á líf fólks, hvort sem um ræðir í vinnu eða einka­lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Liverpool
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi

Áratuga aðgerðaleysi borgarinnar bjargaði bakhúsi sem reist var í óleyfi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að þessum manni

Lögreglan leitar að þessum manni