fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Erna Ýr segir MeToo geðveiki: „Ég heyrði ungar konur kvarta yfir að enginn þyrði að klípa í þær lengur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Ýr Öldudóttir, blaðamaður á Viljanum, er þekkt fyrir umdeildar skoðanir. Á Facebook-síðu sinni hjólar hún nú í MeToo-hreyfinguna og segir hana hafa skemmt tilhugalíf fólks.

„MeToo hefur gert mörgum lífið leitt í tilhugalífinu. Franskur sjónvarpsmaður missti starfið og æruna fyrir það eitt að stíga í vænginn við konu í kokteilpartýi. En franskur dómstóll hefur úrskurðað um að fólki sé eðlilegt að fara á fjörurnar við annað fólk,“ skrifar Erna Ýr og deilir frétt af Viljanum sem fjallar um að Sandra Muller, ein lykilkona í MeToo-hreyfingunni í Frakklandi hafi verið dæmd til að greiða bætur fyrir falskar ásakanir.

Í athugasemd við færsluna bætir hún við þetta og segir: „Þegar MeToo brjálæðið stóð sem hæst, heyrði ég ungar konur sem biðu í röð á undan mér á leiðinni á barinn, kvarta yfir að það væri orðið tilgangslaust setja á sig ilmvatn, fara í rósóttu nærbuxurnar og fara í bæinn, þar sem enginn þyrði að klípa í þær lengur,“ skrifar Erna Ýr.

Gústaf Níelsson, sagnfræðingur sem hefur verið viðloðandi stjórnmál og er þekktur fyrir umdeildar skoðanir, fagnar þessum dómi í Frakklandi. „Það hlaut að koma að því að dómstóll kæmist að „náttúrulegri“ niðurstöðu,“ skrifar hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli