fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Bergur tjáir sig ekki um mál Atla Rafns: Ari ætlar í meiðyrðamál við dóttur Bergs

Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 27. september 2019 11:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bergur vill meina að handritinu hafi verið breytt, að hún hafi verið beitt hópþrýstingi í einhverri senu sem hún hefði ekki viljað taka þátt í,“ segir Ari Alexander Ergis Magnússon, leikstjóri myndarinnar Undir halastjörnu.

Í aðalmeðferð í máli Atla Rafns Sigurðssonar gegn Leikfélagi Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur borgarleikhússtjóra í gær fullyrti Atli að eina MeToo-sagan um hann sem kannaðist við hafi verið „lygasaga dóttur áhrifamanns.“ Sú saga hafi tengst ákveðinni senu í kvikmyndinni Undir halastjörnu og var ein af sögunum sem var birt undir formerkjunum Tjaldið fellur.

Lyktaði eins og spíri

Í sögunni sagði ung kona að Atli Rafn hefði verið drukkinn á tökustað og henni hafi liðið eins og hún væri að leika í klámmynd. „Þetta fór frá því að vera sena þar sem við áttum að byrja að klæða okkur úr fötunum, yfir í það að vera sena þar sem við vorum í sleik við þennan mann [Atla Rafn – innsk. blm] (sem lyktaði eins og spíri) og senan var orðin að kynlífssenu sem var ekki einu sinni leikin,“ stendur í frásögn konunnar. Bætti hún við að henni hafi fundist hún varnarlaus þar sem leikstjórinn, Ari Alexander, hefði samþykkt framferði Atla Rafns.

Í héraðsdómi í gær sagði Atli Rafn að hann teldi að þessi tiltekna saga hafi verið aflvaki að uppsögn hans úr Borgarleikhúsinu.

„Já, ég meina, þetta mál, þetta atriði í kvikmynd og MeToo-sagan og hennar upplifun á atburðum, það hefur að mínu viti haft einhver áhrif og orðið aflvaki. Það er ekki flókið að leggja saman 2 og 2 og fá fjóra.“

Dóttir Bergs

Konan sem um ræðir í sögunni er dóttir Bergs Þórs Ingólfssonar, leikara og leikstjóra. Ara Alexander segist hafa verið brugðið þegar að málið kom upp eftir að tökum lauk en að hann hafi boðist til að hitta Berg og ræða málin. „Bergur vildi sjá klippið á myndinni. Ég bauð honum að sjá allar tökurnar, allar senurnar,“ segir Ari. „Fyrir það fyrsta býðst ég til að hitta hann um leið og ég kom í bæinn. Þá vildi hann ekki hitta mig. Hann vildi bara tala við Leif,“ segir Ari og vísar í Leif B. Dagfinnsson, stjórnarformann og stofnanda True North, fyrirtækisins sem framleiddi Undir halastjörnunni.

„Bergur sendi aðalframleiðanda True North eitthvað brjálað bréf um hvað hefði eiginlega verið í gangi,“ segir Ari og vísar þeim ásökunum Bergs um hópþrýsting og að handriti hafi verið breytt algjörlega á bug.

„Það er til vídjópupptaka þar sem hún [dóttir Bergs – innsk. blm] er í „casting“ að lesa handritið. Við ræddum við hana, ég, Atli og framleiðandinn, þegar hún kom á tökustað og spurði hvort senan væri í lagi. Þetta er pínkulítil sena sem skipti núll máli í myndinni í raun og veru. Ég fer yfir þetta og spyr hvort hún þekki eitthvað til þessa heims. Þá segist hún hafa verið í kafi í þessu en sé búin að vera edrú í mörg ár. Ég sagði að við ætluðum að poppa kampavín til að fá poppið úr flöskunni en að hún ætti ekki að drekka. Síðan skiptum við því út fyrir sætan drykk. Ekkert mál, sagði hún,“ segir Ari og segir ekkert hæft í því að fólk hafi verið drukkið á meðan á tökum stóð.

Ætlar í meiðyrðamál

Ari er staðráðinn í því að fara í meiðyrðamál við konuna og blöskrar framganga Bergs Þórs í málinu.
„Hvernig stendur á því í því samfélagi sem við búum í í dag að ef ung kona ræður sig í hlutverk að þá þarf pabbi hennar að koma að klippa senuna með henni?“

DV hafði samband við Berg Þór varðandi þessar ásakanir.

„Ég ætla ekki að tjá mig opinberlega um þessi mál að svo stöddu,“ segir Bergur Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli