fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Sérsveitarmaður með aðstöðu í kjallaranum: „Þetta er eiginlega dálítið sláandi“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2019 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi að þröngt væri um lögregluna þarna enda húsnæðið yfir 40 ára gamalt en ég vissi ekki að það væri svona slæmt,“ sagði Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, í ræðu á Alþingi í gær undir dagskrárliðnum störf þingsins.

Allsherjar- og menntamálanefnd, sem Anna Kolbrún er fulltrúi í, heimsótti Akureyri á þriðjudag þar sem nefndarmenn heimsóttu meðal annars Verkmenntaskólann og Háskólann á Akureyri. En það var heimsóknin til lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem vakti athygli Önnu Kolbrúnar og það kom ekki til af góðu.

„Við hittum einnig lögregluna á Norðurlandi eystra og þar fer vissulega fram mjög mikilvæg vinna við afar erfiðar vinnuaðstæður, leyfi ég mér að segja, húsnæðið er löngu sprungið. Ég vissi að þröngt væri um lögregluna þarna enda húsnæðið yfir 40 ára gamalt en ég vissi ekki að það væri svona slæmt. Þetta er eiginlega dálítið sláandi. Til að mynda er einn sérsveitarmaður staðsettur á Akureyri og vinnurými hans er ofan í kjallara lögreglustöðvarinnar,“ sagði Anna Kolbrún á þingi í gær.

Hún benti á að liðsauki frá Reykjavík fari norður þegar á þarf að halda. Bregðast þurfi skjótt við og þá sé varla tími til að bíða eftir síðdegisflugvélinni.

„Sýslumaður vakti okkur einnig til umhugsunar og nefndi það dæmi að íbúar Langanesbyggðar þurfa að keyra alla leið til Húsavíkur til að sækja þá þjónustu sem við flokkum gjarnan undir nærþjónustu. Sýslumaður hafði einnig orð á því að hann hefði ekki séð í fjöldamörg ár svona marga þingmenn koma til sín og sýna starfi hans áhuga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli