fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Pálmi ætlaði að svipta sig lífi – Byrjaði í tölvuleikjunum: „Reyndi að fela drykkjuna og fjárhættuspilin fyrir kærustu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. september 2019 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Það er von deila mjög áhrifaríkari frásögn á Facebook-síðu sinni en þar segir Pálmi Jóhannsson frá afleiðingum fíknar sinnar. Pálmi segist hafa verið svo langleiddur í spilafíkn að hann var hársbreidd frá því að taka eigið líf.

„Ég heiti Pálmi, 32 ára. Ég er spilafíkill. Ég er alkóhólisti. Ég er fíkill. Það skiptir ekki máli hvað það er, því ég er með fíknisjúkdóm. Allt sem mér fannst gott, gat ég ekki hætt að nota og hvað þá stoppað. Ef ég stoppaði, þá var það afþví að ég gat ekki meir. Einhvernveginn tókst mér með harki í öll skiptin að rísa upp úr helju þjáningar og vonleysis. Ég er þessi sem byggði sig upp með því góða og tifaði á meðan í undirmeðvitund eins og tímasprengja, sem á endanum sprakk eins og kjarnorkusprengja,“ lýsir Pálmi.

Endaði í þroti

Hann segist sem betur fer hafa lifað þetta af. „Í dag er ég edrú, án áfengis, vímuefna, fjárhættuspila. Ég lifði þetta af. Hvað gerðist? Hvernig stóð á þessu stjórnleysi? Ég rek þetta til æskunnar. Ég var rólegur og góður strákur sem átti bjarta framtíð. En það breyttist fljótt, ég upplifði kvíða vegna drykkju foreldra minna. Af einhverri ástæðu varð ég fórnarlamb eineltis, alla daga, allan ársins hring. Ég fékk ekki að læra eins og hin börnin, þarna breyttist ég, staðnaði, greindist með ADHD. Ég fór að einangra mig og fann mig í tölvuleikjum. Ég átti ekki lengur heima með hinum í lífinu. Ég var hættur að geta tjáð mig og samskipti komu mér oftast í vandræði eða í vanlíðan,“ segir Pálmi.

Hann segist hafa farið í sína fyrstu meðferð fyrir um tíu árum. „22 ára fer ég í mína fyrstu meðferð því ég hafði heltekist af fjárhættuspilum sem byrjuðu saklaus í fyrstu þegar að allir í kring fóru að spila. Ég fann flóttaleið frá raunveruleikanum við spilaborðið. Þar var ég nú ekki lengi að missa tökin. Þetta hafði alltaf byrjað með áfengi svo var það ekki þannig lengur. Sambönd við kærustur og fólk fór alveg útum gluggann. Ég var orðinn spilafíkill, þráði bara að vinna og koma mér í burtu. Öll tækifæri, allir aurar fóru í tilraunir sem enduðu með dýpsta þungastað sem ég hef fundið fyrir, myrkrið, tómið, uppgjöf á lífi, nefndu það. Endaði alltaf í þroti, deyfði mig með öllu sem ég komst í og særði alla. Ég lærði aldrei, hugsaði „nú hættir þú“ og fylltist bjartsýni en sveik sjálfan mig alltaf. Ég þráði alltaf jafnmikið að þurfa ekki að feisa neitt og vildi bara fjárhagsfrelsi til að komast í burtu,“ segir Pálmi.

10 árum seinna

Það var í fyrra sem Pálmi fékk nóg. „Síðasta ár var það sem fyllti mælinn. Langaði að gefast upp og hætta þessu á hverjum degi, en það var ekki séns því ég var orðinn svo veikur. Lýsi þessu í dag eins og ég hafi verið farþegi í eigin líkama. Ég var farinn að „reyna“ að fela drykkjuna og fjárhættuspilin fyrir kærustu og fjölskyldu en ég átti ekki séns. Sjálfkrafa var ég kominn með óreglufólk í kringum mig, fólk sem sveif einskis. Þegar að ég fékk pening þá reyndi ég og reyndi að stoppa mig frá því að spila, ég átti ekki séns,“ lýsir Pálmi.

Þegar hann vann næstum lottó þá missti hann stjórn á öllu. „Í nokkur skipti lagði ég inn ekki nema 100$ og fór í 2000-5000$ það stoppaði mig aldrei, sama þó ég reyndi og reyndi því það var aldrei nóg til að flýja og ég var orðinn stjórnlaus. Þegar að línan mín í lottóinu var 1 tölu frá því að vinna þann stóra þá hvarf ég, þetta var búið. Vanlíðan, andvökunætur, allt í einu þunglyndis og kvíðasjúklingur, inná geðdeild. Mér langaði ekki að lifa lengur. Mér var orðið sama um allt, meira segja fjölskylduna mína. Slökkti á símanum og sat lengi einn í felum út í náttúrunni og snjónum, vildi bara verða úti og hverfa. Samt var þessum kafla ekki lokið,“ segir Pálmi.

Þakklátur að vera gunga

Í dag er hann þakklátur fyrir að hafa ekki tekið eigið líf. „Mér áskotnaðist smá aur stuttu seinna og þetta var endastöðin.Ég endaði á staðnum sem ég dæmdi þar sem að ég hafði látið taka af mér allt og loka á allt svo ég gæti ekki spilað eða drukkið en það dugði ekki til. Það voru spilakassarnir. UPP og NIÐUR, UPP og NIÐUR, FULLUR og ÓGEÐSLEGA ÚTGÁFAN AF SJÁLFUM MÉR. Ég hafði tapað, ég gaf skít í allt. drakk mig í óminni. Fór illa með sjálfan mig og meiddi fólkið mitt ólýsanlega mikið. Mitt plan var að enda þetta. Það gerðist ekki og trúið mér ég er svo þakklátur að mér tókst að vera gunga, meira segja í blackouti/autopilot,“ segir Pálmi.

Hann segist að lokum hafa fengið andlega vakningu. „Þegar að ég vaknaði fann ég ekki fyrir þynnku, aðeins sársauka í líkama fæti sem var hálfur af. Hnúturinn sem ég var búinn að vera með í svo langan tíma í hausnum var farinn, æxlið Bakkus, uppgjöf. Ég fór á hnén og bað, uppgjöfin kom, andleg vakning sem ég hafði þráð svo lengi að fá. Ég þarf ekki lengur að lifa í þessu leikriti. Í dag geri ég mitt,“ segir Pálmi.

Veikt fólk er alls staðar

Hann segist gífurlega þakklátur fyrir AA-samtökin. „Lifi AA. Og á líf sem að ég var að rembast við að fá í neyslu, eina sem þurfti var að GEFAST UPP. Ég átti aldrei séns því ég er með sjúkdóm, ofnæmi, algjört óþol. Í dag hef ég val og það er að lifa ekki í þjáningu og stjórnast af öðrum. Veikt fólk er alls staðar. Í dag geri ég mitt besta einn dag í einu fyrir mig og þannig bæti ég sjálfum mér og fólkinu mínu upp þeim áhyggjum og særindum sem ég olli þeim,“ segir Pálmi.

Hann segir að lokum að allir geti átt von um betra líf. „Álit annarra skiptir ekki máli. Ég á 4-mánaða edrú líf sem ég hef aldrei fengið að upplifa áður, einhversskonar frelsistilfinning sem að ég kastaði alltaf í burt ef ég sá glitta í hana áður. Ég hafði getu og vilja til að segja bless við það sem var að drepa mig, en til þess þarf ég að minna mig á það á hverjum degi. Ég átti ekki séns á degi án þess að hugsa um að spila og deyfa mig en í dag er það þannig. En það krefst vinnu í sjálfum sér, því trú án verka er dauð. Stíg inn í óttann á hverjum degi og neita að FLÝJA SJÁLFAN MIG.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum

Starfsmaður stal ómetanlegu armbandi faraós – Endaði í bræðslupottinum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn

Hinn grunaði í Hafnarfjarðarmálinu var nýfallinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 

Sólveig Anna hæðist að svari Einars Bárðarsonar – „Gæti verið efni í spennandi sálfræðitrylli“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstöðumenn lýsa fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og stjórn Sólheima

Forstöðumenn lýsa fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og stjórn Sólheima
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn

Flóttakona mátti ekki rifta leigusamningi í Mosfellsbæ – Heimilið í heimalandinu lagt í rúst og bróðir hennar drepinn