fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Stærstu lyfjarannsókn Íslandssögunnar hætt: „Sláandi að þetta skyldi vera niðurstaðan“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. september 2019 12:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hætt hefur verið við stærstu lyfjarannsókn sem ráðist hefur verið í hér á landi en um var að ræða rannsókn á nýju lyfi Amgen og Novartis við Alzheimer. Ástæðan fyrir þessu er sú að þróun á lyfinu hefur verið hætt þar sem bakhjarlar rannsóknarinnar töldu litlar líkur á að lyfið kæmist á markað.

Fjallað er um málið í Læknablaðinu.

Greint var frá rannsókninni á forsíðu Fréttablaðsins þann 14. maí 2018 en þar kom fram að Amgen og Novartis hefðu sameinast um þróun lyfsins eftir að íslensk erfðagreining staðfesti lyfjamörk sem sýndu fram á möguleika þess að hefta eða stöðva ferlið með lyfjagjöf.

Í frétt Læknablaðsins kemur fram að 129 Íslendingar hefðu tekið tilraunalyfið við Alzheimer hér á landi.

Jón Snædal, öldrunarlæknir á Landspítalanum, fór fyrir lyfjarannsókninni hér á landi og rekur hann ástæðuna fyrir því að þróun lyfsins var hætt. „Ástæðan er sú að fyrstu rannsóknir sýndu að þeir sem tóku það virtust muna verr en þeir sem fengu lyfleysu.“ segir Jón og bætir við að þetta hafi sést á minnisprófum sem lögð voru fyrir. „Það var sláandi að þetta skyldi vera niðurstaðan.“

Jón segir að markmiðið með rannsókninni hafi verið að fá svar við því hvort hægt sé að koma í veg fyrir Alzheimer. Þar sem rannsóknin er stöðvuð það snemma fæst ekki svar við þeirri spurningu. „Þá sitjum við eftir með þá hugsun að þetta gæti verið leið sem er fær en ekki er búið að sanna það eða afsanna.“

Hér má lesa umfjöllun Læknablaðsins í heild.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina

Réðst á tvær konur í miðborginni og hljóp svo út í nóttina
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tyler Robinson látinn vera í sérstökum sloppi til að koma í veg fyrir sjálfsvíg – Hótaði að taka eigið líf

Tyler Robinson látinn vera í sérstökum sloppi til að koma í veg fyrir sjálfsvíg – Hótaði að taka eigið líf
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“

Ívar þurfti að krefjast fjárnáms til að fá greiddar miskabætur frá manni sem kallaði hann veiðiþjóf – „Rétt skal vera rétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“

Verkalýðsfélag í Hafnarfirði segist ekki standa í neinu samsæri – „Fyrir neðan virðingu kjörinna fulltrúa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði

Ljóst að hræðilegir atburðir áttu sér stað á heimili unga drengsins í Hafnarfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró

Segir foreldra horfa til Langanesbyggðar í leit að kyrrð og ró