fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Gunnari brugðið á Austurlandi – Hljóp út úr bílnum: „Grafalvarlegt mál“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. september 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar A. Birgisson leiðsögumaður var á ferð um Austurland ásamt pari en þau töldu sig hafa séð látna manneskju liggjandi á grúfu sirka 200 metrum frá veginum.

Gunnar lagði af stað ásamt parinu í 9 daga ferð um landið en þegar þau voru að aka á veginum að Heinabergslóni blasti við þeim ansi óhugnanleg sjón. Þau tóku eftir einhverju sem líktist allra helst manneskju, liggjandi á grúfu sirka 200 metra frá veginum.

„Ég sá þarna eitthvað sem leit út fyrir að vera mannslíkami sem lá og það leit alveg þannig út þangað til við vorum komin alveg upp að þessu. Við héldum í rauninni bara að við værum að koma að einhverri manneskju sem væri í neyð eða að þetta væri líkfundur.“

Hann stöðvaði bílinn og rauk með parinu í átt að því sem þau héldu að væri lík. Það var ekki fyrr en þau voru komin mjög nálægt að þau sáu að þarna var um brúðu að ræða.

„Já kannski gott að þetta var ekki manneskja í nauð eða lík sem við vorum að finna þarna.“

Í samtali við DV segir Gunnar það hafa verið heppilegt að parið sem hann var að ferðast með hafi gengið í gegnum ýmislegt en konan er herlæknir og maðurinn hennar kennir köfun í hernum.

„Fólkinu var náttúrulega svolítið brugðið en þau eru bæði búin að vera í hernum og reynd í ýmsu þannig þetta var ekkert mál fyrir þau en þetta hefði getað verið óþæginleg upplifun fyrir suma.“

Þegar þau keyrðu síðan 100 metrum lengra sáu þau lítið skilti sem útskýrði að um leikmynd væri að ræða.

„En þá spyr maður hvaða fáviti setur upp skilti talsvert eftir að maður er búinn að rjúka út úr bílnum hlaupandi að hugsanlegum líkfundi eða manneskju í neyð?“

Gunnar segir það vera kæruleysi að skilja þetta svona eftir því þetta hefði getað orðið heljarinnar mál.

„Maður pældi ekkert í þessu en síðan talaði ég við lögreglukonu og hún sagði þetta vera grafalvarlegt mál því ef það hefði einhver komið að þessu sem hefði ekki þorað að koma nógu nálægt. Þá hefði þetta bara verið allsherjar útkall sem hefði farið í gang, bara meiriháttar dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“