fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Íslensk kona með tæplega hálft kíló af kókaíni í nærfötum sínum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 20. september 2019 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 16. september síðast liðinn barst Lögreglustjóranum á Suðurnesjum tilkynning frá Tollgæslunni á Flugstöð Leifs Eiríkssonar um farþega sem væri grunaður um að hafa fíkniefni meðferðis.

Um var að ræða konu sem viðurkenndi við tollgæslu að hafa 50 pakkningar af ætluðum fíkniefnum sem hún hafði falið í nærfötum sínum og í smellupoka. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins er konan íslensk.

Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar sem staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms.

Lögregla óskaði eftir gæsluvarðhaldi þar sem rannsókn væri skammt á veg komin og líklegt talið að konan myndi torvelda rannsókn, eyðileggja eða koma undan sönnunargögnum.

Heildarþyngd fíkniefnanna voru 401,24 grömm af kókaíni og tæplega hálft gramm af amfetamíni.

Var konunni gert að sæta gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 24. september og skal hún sæta einangrun á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir

Mannanafnanefnd kynnir ný nöfn – Nú má heita Emerentíana, Ívalú og Samir
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF

Margverðlaunuð sýrlensk kvikmyndagerðarkona á RIFF
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur
Fréttir
Í gær

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“

Umdeildar mávavarnaraðgerðir í Suðurnesjabæ – Vængbrotna og drepast – „Óþarfi að slasa dýrið!“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Ísafirði – Ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás