fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Þetta eru fjölförnustu flugvellir heims

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hartsfield-Jackson flugvöllurinn í Atlanta í Bandaríkjunum er fjölfarnasti flugvöllur heims. Þetta er í 21. skiptið í röð sem flugvöllurinn skipar efsta sætið á listanum, samkvæmt frétt CNN.

Alls fóru 108,4 milljónir farþega um flugvöllinn á síðasta ári sem er 3,3 prósenta aukning frá árinu 2017. Í öðru sæti er Beijing Capital International-flugvöllurinn en 101 milljón farþega fór um flugvöllinn árið 2018.

Flugumferð hefur aukist mikið á undanförnum árum og skiptir þá engu hvort átt er við farþegaflug eða fragtflug. Flugferðum með farþega fjölgaði um 6,4 prósent á heimsvísu í fyrra en flugferðum með farm fjölgaði um 3,4 prósent.

Þá er bent á að fyrir 10 árum voru aðeins 16 flugvellir í heiminum sem náðu því að taka á móti minnst 40 milljónum farþega, en á liðnu ári voru þeir 54 talsins.

Fjölförnustu flugvellir heims:

1. Hartsfield-Jackson Atlanta, Bandaríkin: 108,4 milljónir

2. Beijing Capital International, Kína: 101 milljón

3. Dubai International, Sameinuðu arabísku furstadæmin: 89,1 milljón

4. Los Angeles International, Bandaríkin: 87,5 milljónir

5. Haneda-flugvöllur í Tókýó, Japan: 86,9 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“

Ósáttur við framkomu ferðamanna – „Er engin virðing fyrir náttúrunni lengur til?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“

Bíl merktum Isavia stolið í gær – „Öryggisatvik átti sér stað“
Fréttir
Í gær

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“

„Alltof oft eyðum við of miklum tíma með óþægilegu fólki sem mergsýgur taugakerfið okkar“
Fréttir
Í gær

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn

Þetta eru vinsælustu veitingastaðir Reykjavíkur samkvæmt Tripadvisor – Aðeins tveir með íslenskt nafn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar

Birti játningu á Facebook um að hafa falsað íþróttamuni upp á tugi milljarða – Fannst síðan örendur stuttu síðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar

Fær ekki að byggja við Högnuhús – Eigandinn sagði hryggjarstykki málsins vera að viðbyggingin hefði engin áhrif á ásýnd götunnar