fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Stígamót ætla að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:13

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stígamót, samtök gegn kynferðisofbeldi, vinna nú að því að kæra niðurfelld ofbeldismál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Eiga samtökin í samvinnu við sex konur og einn lögfræðing um þetta. Samtökin hvetja fleiri konur til að bætast í hópinn en fundin hefur verið leið til að fjármagna málareksturinn. Tilkynning sem Stígamót hafa sent frá sér vegna málsins er eftirfarandi:

„Á Stígamótum erum við í samstarfi við sex konur og brilliant lögfræðing um að kæra niðurfelld ofbeldismál til mannréttindadómstóls Evrópu. Málin verða að hafa verið felld niður síðustu sex mánuði og það þarf að kæra niðurfellinguna til saksóknaraembættisins. Við viljum kortleggja mynstrið í niðurfellingunum og getum bætt konum í hópinn. Við höfum fundið leið til þess að fjármagna kærurnar þannig að konur eiga ekki að bera neinn kostnað af málarekstrinum, Þær gætu hins vegar fengið skaðabætur frá íslenska ríkinu, falli dómur í mannréttindadómstólnum. Endilega látið þetta berast til þeirra kvenna sem gætu viljað vera með. Því fleiri, því sterkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar