fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Neytendasamtökin krefjast lögbanns vegna smálána

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna en þar segir að samtökin hafi orðið þess áskynja að svo virðist sem Almenn innheimta beiti ólöglegum aðferðum við innheimtu krafna. Þannig innheimti félagið kröfur sem beri mun hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) en lög heimili, haldi kerfisbundið lögbundnum upplýsingum frá lántökum, auk þess sé innheimtukostnaður hærri en leyfilegt er.

„Á þeim grunni og samkvæmt lögum um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda (141/2001) leggja samtökin fram lögbannsbeiðnina á hendur Almennri innheimtu ehf. og Gísla Kr. Björnssyni eiganda þess og stjórnanda.“

Neytendasamtökin fara þessa leið þar sem félagið lýtur ekki eftirliti Fjármálaeftirltsins og úrskurðarnefnd Lögmannafélagsins telur sig ekki hafa úrræði í málinu.

„Neytendasamtökin hafa að undanförnu hert mjög róðurinn gegn smálánafyrirtækjunum með dyggri aðstoð VR. Von er á frekari aðgerðum gegn smálánafyrirtækjunum og þeim fyrirtækjum sem aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri starfsemi gegn neytendum sem eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar