fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Arnar var fljótur að snúa við þegar hann sá verðið á kókinu í 10-11

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. september 2019 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi,“ segir Arnar Tómas Valgeirsson í bakþönkum Fréttablaðsins í dag. Þar skrifar Arnar meðal annars um hátt verðlag í verslunum 10-11.

„Ég vann einu sinni sem leiðsögumaður. Verkefni mín fólust í að leiða stóreygða Bandaríkjamenn með áletraðar derhúfur um götur Reykjavíkur og kynna fyrir þeim það sem Ísland hefur upp á að bjóða. Það var gaman að fá að mæla með öllu því frábæra sem hægt er að gera, enda er af nægu að taka þegar kemur að mat, drykk og af þreyingu,“ segir Arnar.

Hann segir að hann hafi ekki þurft að vara við mörgu en Reykjavík býsna öruggur staður fyrir ferðamenn. Það var þó einn staður sem hann var duglegur að vara við.

„Varúðarorðin voru alltaf einfaldlega þessi: Ekki versla í 10-11. Íslendingar hafa alltaf umborið 10-11 af ákveðinni gremju. Verðin eru himinhá, en þegar þú þarft nauðsynlega að fá Beikon-bugður á næturnar er ekki um margt annað að velja. Eða þannig var það allavega. Í dag eru þó nokkrar verslanir opnar allan sólarhringinn sem rukka þig ekki um hvítuna úr auganu fyrir samloku og djús. Sérstaða 10-11 hefur því átt undir högg að sækja og hefur mörgum útibúum nýverið verið lokað, en móðurskipið í miðbænum stendur enn,“ segir Arnar sem átti leið um miðbæinn að morgni fyrir skemmstu þegar óbilandi löngun í kók gerði vart við sig.

„Ég sannfærði sjálfan mig um að það hlyti að vera í lagi að láta okra á sér einstöku sinnum og steig skjálfandi inn í snákagryfjuna við Austurstræti. Ég var hins vegar ekki lengi að flýja þegar ég sá að verðmiðinn á hálfs lítra flösku hljómaði upp á einar 489 krónur, en til samanburðar er hægt að fá tveggja lítra flösku á Domino’s á 420 krónur. Ég bíð spenntur eftir því að þetta graftarkýli á annars fallegri andlitsmynd miðbæjarins springi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum gagnrýnd fyrir áform um að tengja parasetamól við einhverfu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Í gær

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“

Borga sömu iðgjöldin en fá ekki það sama til baka – „Munurinn 83-116 þúsund kr. á mánuði“
Fréttir
Í gær

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“

Ekkja Kirk boðaði fyrirgefningu en Trump var ekki á sama máli – „Ég hata andstæðinga mína“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð

Lögreglan á Vestfjörðum fær á baukinn fyrir lélega gervigreindarmynd – Fimm fætur og ekkert höfuð
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra

Helgi Hrafn keypti forláta flíspeysu fjármálaráðherra