fbpx
Þriðjudagur 23.september 2025
Fréttir

Versnandi aðbúnaður fanga – Fá ekki að hitta börnin í tvo mánuði – Hertar reglur og aukin einangrun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. september 2019 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hertar reglur um heimsóknir, líkamsrækt, tölvunotkun og heimsóknir í klefa annarra hafa gert líf fanga í lokuðum fangelsum erfiðara og aukið einangrun þeirra, að því er fram kom í þættinum 21 á Hringbraut í gærkvöld, en þar ræddi Kristjón Kormákur Guðjónsson við Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga.

Fram kom í spjalli þeirra að á undanförunum tveimur árum hafa fjórir fangar látið lífið í fangelsum hér á landi en samtals átta frá árinu 2001. Guðmundur segir að stóraukin fíknefnaneysla í fangelsum eigi hér hlut að máli en einnig versnandi aðbúnaður. Segir Guðmundur að mjög erfitt sé að fá fé í það sem lýtur að betrun fanga en auðveldara sé að fá fjármagn til að efla öryggismál, hækka girðingar og fjölga eftirlitsmyndavélum. Aukið námsframboð, sérstaklega í verklegu námi, gæti hér orðið til gagns. Einnig þyrfti að auka vinnuframboð.

Guðmundur bendir jafnframt á að ef fangar hafa nógu mikið fyrir stafni hafi þeir minni löngun til að neyta fíkniefna.

Farið var yfir hertar reglur sem fangar í lokuðum fangelsum þurfa að búa við. Ef fangi fremur agabrot, til dæmis óhlýðnast eða neytir fíkniefna, er sett tveggja mánaða heimsóknarbann á barn hans. Segir Guðmundur að hér sé verið að brjóta á rétti barnsins en auk þess kemur þetta sér mjög illa fyrir fanga sem þurfa mjög á því að halda að efla tengsl við fjölskyldur sínar. Ennfremur kemur fram að heimsóknir barna þurfi að skrá til barnaverndar sem valdi því að fólk veigri sér við að fá börn í heimsóknir í fangelsi.

Tölvunotkun fanga í lokuðum fangelsum er bönnuð, jafnt hvað varðar nettengdar og ónettengdar tölvur. Geta því fangar ekki sinnt heimanámi í klefum sínum eða til dæmis skrifað sögur.

Þá hefur verið tekið fyrir aðgengi fanga að lóðum í líkamsrækt þar sem óttast hefur verið að með lyftingum séu þeir að breyta líkama sínum í vopn.

Ennfremur er föngum bannað að vera inni í klefum annarra fanga.

Þennan áhugaverða þátt þátt smá í spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda

Skellt í lás hjá Sælunni Reykjavík – Mygla í ljósabekkjum og hatrammar deilur eigenda
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“

Pólverjar að bætast í sniðgönguhópinn – „Að mínu mati ættum við ekki að taka þátt í Eurovision ef Ísrael fær að taka þátt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum

Mölvaði rúðu í lögreglubíl með hausnum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi

Ný Airpods kosta 28-65% meira á Íslandi
Fréttir
Í gær

Grunur um íkveikju í Írabakka

Grunur um íkveikju í Írabakka
Fréttir
Í gær

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur

Sighvatur og eiginkona hans borguðu 240 þúsund krónur fyrir bólusetningu hér á landi – Kostar ekkert á Kýpur