fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Tveir voru ekki í bílbelti þegar slysið varð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 14:39

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir af þeim þremur sem voru í bifreið sem fór út af veginum í Hnífsdal á föstudag voru ekki í bílbeltum. Bifreiðin lenti á ljósastaur og fór í framhaldinu að minnsta kosti eina veltu.

Í skeyti frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að allir þrír hafi verið fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Einn var metinn alvarlega slasaður og var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerð á höfði. Að sögn lögreglu er hann enn á sjúkrahúsi en þó úr lífshættu. Hinir tveir voru útskrifaðir af sjúkrahúsinu á Ísafirði morguninn eftir slysið.

„Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi af hálfu lögreglunnar á Vestfjörðum og Rannsóknarnefndar samgönguslysa og því ekki hægt að gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Ljóst er að sá sem minnst slasaðist var með öryggisbelti spennt þegar slysið varð. Svo mun ekki hafa verið með hina tvo,“ segir lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“