Í gær syntu 62 hvalir í fjöruna við Ytra Lón á Langanesi í gær. Þegar lögreglu bar að garði um fjögurleitið í gær voru 15-20 þeirra þegar dauðir og þrátt fyrir tilraunir til að bjarga restinni varð fljótlega ljóst að ekkert yrði að björgun. Í morgun voru enn sjö dýr lifandi og var ákveðið að aflífa þá af mannúðarsjónarmiðum.
Landeigandi mun svo þurfa að losa sig við hræin eftir að starfsmenn Hafrannsóknarstofnun tekur sýni úr hvölunum,.