fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Nýr eigandi WOW er yfir sig hrifinn af Íslandi – Nýtt félag skuldlaust og fjárhagslega sterkt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. september 2019 14:36

Michelle Roosevelt Edw­ards, stjórn­ar­formaður USA­erospace Associa­tes LLC. , wow air endurreist. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þið eigið einstaka menningu og hér er nýsköpun alls ráðandi. Það er kannski erfitt að koma á augu á það þegar maður býr hér, hvað þetta er eintök menning,“ segir Michele Roosevelt Edwards, nýr stjórnarformaður WOW air LLC sem hefur flug að nýju í október.

Aðspurð sagðist Michele ekki geta gefið upp hve stórt hlutfall starfsmanna WOW verið íslenskir en hún segist leggja mikið upp úr að íslensk áhrif verði áberandi í starfseminni. Hún segir að WOW hafi verið frábært flugfélag og mjög verði horft til þess sem rétt var gert í rekstri félagsins um leið og reynt verði að læra af mistökunum. Hún segir jafnframt:

„Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt íslenskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað.“

Nýja félagið verður skuldlaust og með traustan bakhjarl. Michele Edwards er stjórnarformaður USAerospace Associates LLC sem keypt hefur eignir WOW air úr þrotabúinu. USAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum o.fl. USAerospace tengist viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.

Sjá einnig:

WOW á leiðinni í loftið aftur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“