fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist lítillega

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 5. september 2019 09:41

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu í ágúst jókst mjög lítið, eða um 0,4 prósent, samkvæmt tölum sem Vegagerðin birti í gær. Hefur umferðin frá áramótum einungis aukist um 1,2 prósent og er útlit nú fyrir að heildaraukningin í ár geti numið 2,4 prósentum, samkvæmt reiknilíkani Vegagerðarinnar. Það yrði þá minnsta aukning síðan árið 2012.

Að sögn Vegagerðarinnar jókst umferð samtals um 0,4 prósent yfir þrjú lykilmælisnið Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum mánuði miðað við  sama mánuð á síðasta ári. „Þessi litla heildaraukning er borin uppi af 1,5% aukningu í mælisniði ofan Ártúnsbrekku því umferð í hinum tveimur sniðunum dróst saman um 0,4% og 0,2%. “

Í tölum Vegagerðarinnar kemur fram að umferð hafi aukist um 1,2 prósent frá áramótum, en leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna minni aukningu miðað við árstíma. „Umferðin jókst í öllum vikudögum nema sunnudögum en þar mældist 1,5% samdráttur miðað við sömu vikudaga í ágústmánuði 2018. Mest var ekið á fimmtudögum en minnst á sunnudögum í nýliðnum mánuði. Nú er gert ráð fyrir að umferð geti aukist um 2,4% miðað við síðasta ár.  Gangi það eftir verður þetta minnsta aukning frá árinu 2012,“ segir í frétt um málið á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni