fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Þetta eru bestu ferðamannalöndin – Ísland fellur niður listann

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. september 2019 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er í 30. sæti af 140 löndum í ár yfir samkeppnishæfustu ferðamannastaðina í heiminum. Þetta er samkvæmt nýrri skýrslu World Economic Forum. Listinn birtist síðast árið 2017 en þá var Ísland í 25. sæti. Árið 2015 var Ísland aftur á móti í 18. sæti.

Fjölmörg atriði eru lögð til grundvallar þessum útreikningum; gæði samgangna, þjónustustig, menningarleg afþreying, verðlag og löggæsla svo eitthvað sé nefnt. Það sem dregur Ísland helst niður er hátt verðlag en á sama tíma er Ísland eitt öruggasta landið til að heimsækja.

Ísland er í 138.-139. sæti af 140 löndum þegar kemur að verðlagi en samkvæmt niðurstöðu World Economic Forum er aðeins Bretland dýrari en Ísland og Sviss sem deila sætum.

Spánn er í efsta sæti listans en þetta er í þriðja sinn í röð sem þetta mikla ferðamannaland er í efsta sæti. Þar á eftir koma Frakkland, Þýskaland, Japan, Bandaríkin, Bretland, Ástralía, Ítalía, Kanada og Sviss. Hástökkvararnir á listanum voru Indland, sem fór úr 40. sæti upp í 34. sæti, Egyptaland, sem fór úr 74. sæti í 65. sæti og Serbía sem fór úr 95. sæti í 83. sæti.

Hér má sjá skýrslu World Economic Forum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“