
Félagið sem rekur hinn vinsæla sýrlenska veitingastað, Halal ehf., skilaði 23 milljóna króna hagnaði í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Hagnaðurinn dróst saman um 44% á milli ára. Félagið hefur stækkað við sig og opnaði nýjan stað í Skeifunni í sumar til viðbótar við þann sem er í Veltusundi í miðbænum í Reykjavík, og margir þekkja.
Rektrartekjur Mandi á síðasta ári voru 208 milljónir króna.
Heildarskuldir félagsins nema 418 milljónum króna.