fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Hjólahvíslarinn biður pitsusendilinn afsökunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. september 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pitsusendill frá Domino´s sem bendlaður var við hjólaþjófnaðarfaraldur í gær hefur verið beðinn innilega afsökunar. Mikill hjólaþjófnaðarfaraldur hefur verið í miðbænum og Vesturbænum í sumar og er talið að í sumum tilvikum sé um skipulagða brotastarfsemi að ræða.

Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Bjartmar Leósson sem hefur leitað að stolnum hjólum, fundið mörg slík og komið þeim aftur í hendur réttra eigenda. Sama dag hvatti Bjartmar til dreifingar á ljósmynd sem tekin var af pitsusendli í Vesturbænum daginn áður en hjóli var stolið þar úr bakgarði. Þolandi þjófnaðarins hafði pantað pitsu og fannst grunsamlegt að sendillinn gerði sér ferð inn í bakgarðinn áður en hann kom að vel merktum aðalinnganginum og afhenti pitsuna. Taldi hann sendilinn hafa verið að kanna aðstæður og undirbúa þjófnaðinn sem átti sér stað daginn eftir.

Myndinni var dreift víða en markaðsstjóri Domino´s sendi þá frá sér yfirlýsingu þess efnis að sendillinn væri traustur starfsmaður og fullkomlega saklaus af því að tengjast með nokkrum hætti þjófnaði. Var jafnframt sagt að sendillinn væri að leita réttar síns.

Hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson hefur nú birt eftirfarandi yfirlýsingu og afsökunarbeiðni vegna málsins:

Sendillinn á Dominos hefur orðið fyrir rangri sök.
Biðst innilega afsökunar á þeim miklu óþægindum sem hann hefur orðið fyrir vegna þessa og tek út alla pósta um þessar getgátur okkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“

Safnað fyrir Kjartan sem slasaðist í bílslysi í Suður-Afríku – „Kjartan er sannur vinur“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni

Sakamál ársins II: Morð í Súlunesi, ráðgáta á Edition, stoltur sakborningur og blóðug slagsmál á Litla-Hrauni