Maðurinn sem lést í köfunarslysi í Eyjafirði í gær var bandarískur ferðamaður á 64. aldursári. Var hann í hópi ferðamanna sem voru að stunda köfun á Íslandi. Þegar slysið átti sér stað í gær var verið að ljúka köfun að hverastrýtunum sem eru staðsettar í Eyjafirði. Maðurinn var vanur kafari og stendur rannsókn á tildrögum slyssins yfir. Ekki er að vænta frekari upplýsinga að svo komnu.
Hinn látni lætur eftir sig eiginkonu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi Eystra