Ljóst að bandaríska sérsveitin vaktar Mike Pence dyggilega. DV hefur borist myndir sem sýna leyniskyttur á þökum í næsta nágrenni við Höfða. Auk þess hefur myndum af leyniskyttunum verið deilt á samfélagsmiðlum.
Auk þessa voru tveir menn handteknir eftir að þeir kveiktu í bandaríska fánanum rétt hjá Höfða. Aðgerðarsinninn Benjamín Julian deilir mynd af því á Facebook-síðu sinni. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af leyniskyttum.
Skytturnar mættar. pic.twitter.com/SdKs7A8zen
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) September 4, 2019
Það er svo sturlað að leyniskyttur (samt ekki mjög leyni) séu á húsþökum vegna þess að varaforseti BNA ætlar að sitja í Höfða í nokkra tíma. Merkel rölti um bæinn og brosti til fólks.
— Lárus H. Ásgeirsson (@larusasgeirs) September 4, 2019