Harður árekstur varð í dag á gatnamótum Háaleitisbrautar og Miklubrautar í Reykjavík eftir hádegi í dag, lögreglubíll og fólksbíll lentu saman. Tveir voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir atvikið og hlutu þeir aðilar minniháttar meiðsl.
Starfsmaður DV var í akstri á Miklubraut er áreksturinn varð og tók meðfylgjandi mynd út um framrúðu bifreiðar sinnar.