fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fréttir

Hlynur bjargaði lífi flugfarþega – „Það kom upp mjög alvarleg staða“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. september 2019 16:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Davíð Löve heitir ungur læknir sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að bjarga lífi farþega um borð í vél Icelandair frá Alicante til Íslands síðustu nótt. Farþeginn var hætt kominn vegna sjúkdóms síns. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Snúa þurfti vélinni við og var lent í Dublin og þar var sjúklingurinn fluttur á slysadeild.

Maðurinn komst lífs af en hann var hætt kominn. Um þetta segir í Fréttablaðinu:

„Hlynur var nýbúin að svæfa son sinn og var að horfa á mynd í afþreyingarkerfi Icelandair þegar kallað var eftir lækni. „Ég var sá eini sem gaf mig fram ásamt hjúkrunarfræðingi og saman eyddum við um það bil þremur tímum í að sinna sjúklingnum.“ Maðurinn sem veiktist komst lífs af og þrátt fyrir að Hlynur viti ekki hvernig honum vegnar sem stendur telur hann að sjúklingurinn muni ná sér.

Það leið tæplega hálftími þar til lent var í Dublin í Írlandi. „Ég fór úr vélinni í grenjandi rigninguna í Dublin til að gefa sjúkraflutningafólki skýrslu um atvikið.“ Hlynur segir að vel hafi gengið að hafa stjórn á ástandinu miðað við aðstæður.“

Snör handtök Hlyns, hjúkrunarfræðings og starfsfólks Icelandair eru talin hafa bjargað lífi farþegans.

Fæddist með tvo hjartagalla

Hlynur Davíð Löve var í viðtali við DV árið 2017 og þar kom fram að hann fæddist með tvo hjartagalla og þurfti að gangast undir fjölda aðgerða á unga aldri. Þar segir:

„Ég var barn þegar þetta var og man ekki eftir öllu stússinu. Það voru aðallega pabbi og mamma sem höfðu áhyggjur.“ Foreldrar hans óttuðust um líf hans oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar hann var lítill. „Þetta uppgötvaðist þegar ég var nokkurra vikna eða mánaða og svo fór ég til barnahjartalæknis hér á Íslandi í alls konar rannsóknir og upp komst um þessa galla. Í kjölfarið var ég sendur út til Bandaríkjanna og Bretlands, þar sem framkvæmdar voru aðgerðir á mér. Síðan kom ég heim og var að mestu leyti læknaður en það var eitt skilið eftir.“

Sjá viðtal DV við Hlyn Davíð Löve

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni

Rýnt í grein varaþingmanns um meintan feluleik – Hálfsannleikur, talnaleikir og fullyrðingar sem halda engu vatni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“

Slanga í flugvél – „Ég hafði eitt tækifæri til þess að grípa hana“
Fréttir
Í gær

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“

Hátt verð fyrir hótelgistingu á Suðausturlandi vekur reiði – „Þetta er orðin ógeðsleg menning“
Fréttir
Í gær

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“

Kvartaði undan erlendum ferðamönnum á tjaldsvæðum og fékk hvasst svar – „Að lesa þetta er kostulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“

Dóra og Einar tókust hart á – „Það þurfti að sprengja meirihlutann til að gera það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“