fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Stefán sagður hafa slegið fórnarlamb sitt með tjaldstól í andlitið svo hann hlaut varanlegan skaða af

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 2. september 2019 16:35

Héraðsdómur Reykjaness

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Jakob Eyjólfsson hefur verið kærður fyrir stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum, aðfaranótt 31. júlí 2016. Málið er tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 4. september næstomandi.

Stefán á að hafa kýlt og sparkað í andlit annars manns. Þar að auki á hann að hafa slegið manninn með tjaldstól í andlitið.

Barsmíðar þessar eiga að hafa orðið til þess að fórnarlambið hlaut beinbrot í andliti, eitt í botni vinstri augnatóftar og tvö í neðri kjálka. Maðurinn er með 5% varanlega örorku vegna meintrar árásar.

Krafist er að Stefán borgi fórnarlambi sínu 7.148.173 krónur, auk vaxta uppá 1.199.490 krónur.

Stefán var árið 2018 dæmdur fyrir að hafa ráðist á dyravörð ásamt öðrum manni á Kíki bar. Fyrir það hlaut hann 30 daga skilorðsbundin dóm. DV greindi frá málinu á sínum tíma, en tvímenningarnir voru dæmdir fyrir að slá dyravörðinn margsinnis í höfuðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri

Hvora leiðina er best að keyra hringveginn? – Önnur leiðin er styttri
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“

Lögðu á miðjum vegi og á móti umferð – „Vorum næstum búin að klippa hurðina af bílnum þegar við keyrðum fram hjá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“

Okur í íslensku bakaríi – „Bon apetit bankareikningurinn minn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið

Dó í farþegaflugi skammt frá Íslandi – Nú veit enginn hvar líkið er niðurkomið