Stefán Jakob Eyjólfsson hefur verið kærður fyrir stórfellda líkamsárás sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum, aðfaranótt 31. júlí 2016. Málið er tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 4. september næstomandi.
Stefán á að hafa kýlt og sparkað í andlit annars manns. Þar að auki á hann að hafa slegið manninn með tjaldstól í andlitið.
Barsmíðar þessar eiga að hafa orðið til þess að fórnarlambið hlaut beinbrot í andliti, eitt í botni vinstri augnatóftar og tvö í neðri kjálka. Maðurinn er með 5% varanlega örorku vegna meintrar árásar.
Krafist er að Stefán borgi fórnarlambi sínu 7.148.173 krónur, auk vaxta uppá 1.199.490 krónur.
Stefán var árið 2018 dæmdur fyrir að hafa ráðist á dyravörð ásamt öðrum manni á Kíki bar. Fyrir það hlaut hann 30 daga skilorðsbundin dóm. DV greindi frá málinu á sínum tíma, en tvímenningarnir voru dæmdir fyrir að slá dyravörðinn margsinnis í höfuðið.