fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fjöldi fólks á Austurvelli: „Kæra Freyja mín, á ég skilið að eiga þig að?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2019 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur fjöldi fólks er kominn saman í góða veðrinu á Austurvelli, en eins og kunnugt er var þriðji orkupakkinn samþykktur í atkvæðagreiðslu á Alþingi í morgun.

Þetta var niðurstaða sem búist var við, en á endanum greiddu 46 þingmenn með þriðja orkupakkanum en þrettán þingmenn greiddu atkvæði gegn honum.

Að minnsta kosti 100 manna hópur hafði komið sér fyrir á Austurvelli í hádeginu og mátti meðal annars sjá mótmælaspjöld. Þá voru nokkrir mættir með íslenska fánann. Þá var spiluð tónlist en í meðfylgjandi myndbandi má heyra lagið Freyja sem Magnús Þór Sigmundsson og Fjallabræður flytja.

Í texta lagsins segir meðal annars:

„Kæra Freyja mín
á ég skilið að eiga þig að
eftir að hafa þér
afneitað?

Ég seldi þig
fiskinn í sjónum og fjöreggin mín
grundirnar, fjöllin og vötnin þín
fyrir hvað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni