fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Lítt þekkt ættartengsl: Borgarfulltrúi og ríkisendurskoðandi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur látið mikið á sér bera að undanförnu þar sem hún beitir sér fyrir því að lækka hámarkshraða í Laugardalnum. Katrín er tölvunar- og hugbúnaðarfræðingur að mennt en einnig fyrrverandi landsliðskona í badminton. Þá var hún þekkt hér á árum áður sem bloggarinn katrin.is. Föðurbróðir Katrínar er Sveinn Arason, sem gegndi embætti ríkisendurskoðanda frá 2008 til 2018. Sveinn var árið 2012 spurður hvort fjölskyldutengsl hefðu orsakað það að úttekt Ríkisendurskoðunar á fjárhagsupplýsingakerfi ríkisins hefðu dregist, en þá var bróðir Sveins og faðir Katrínar, Atli Arason, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna hjá Skýrr, nú Advania. Ríkið samdi við Skýrr um uppsetningu á nýju bókhaldskerfi en kostnaður fór langt fram úr áætlun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“